Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 3

Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 3
146 þeir gefa ei gvið, en börn þín með sverðseggjum sárum slá, svo sérhvað falla má, en upp munu andvörpin stiga. Þá mun eigi steinn yfir steini hér standa á jörð, sú‘ hríð verður hörð. Þú vitjunartímann ei vildir sjá, því voðinn dynur á.“ Svo mælti þá herrann vor hreini. Og langan sér átti ei aldur, að oið þessi rættust og Gyðingar grættust. Þeir höfnuðu gálausir herrans náð, en hefndin kom þeim bráð við volegan vopnanna galdur. Er friðarins höfðingi friður sitt frelsi nam bjóða, hið guðlega, góða, þá hafnaði fólkið hans frelsi’ og náð, en Farísea ráð þá aðhyltist útvalinn lýður. Á krossinn þeir festu hinn fríða, þann frelsarann þjóða og guðssoninn góða, og blóð lians þeir hrópuðu’ of börnin sin, sú blóðskuld aldrei dvm, unz þýðast þeir lausnarinn lýða. Hinn ríkláti rómverski örninn mun ryðja sér braut, þá þyngjast fer þraut. Hann steínir á hræið á helgum stað með heiptar bitrum nað, og guðs þjóðar brytja vill börnin.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.