Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 10
158
Slíkt er í sjálfu sér mjög óeðlilegt, að lesa upp á undan pré-
dikuninni texta, sem síðan alls ekkert er átt við, og það er
að eins gamall vani, sem kemur því til leiðar, að fólki finnst
þetta ekki óviðkunnanlegt og jafnvel með öllu óhafandi.
Hugsjón guðsþjónustunnar er sú, að vera guðsdýrkun í
anda og sannleika, og enginn efi getur leikið á því, að næst
þeirri hugsjón hafa komizt guðsþjónustur hinna kristnu safn-
aða í fornkirkjunni, meðan þær voru einfaldar og óbrotnar,
og áður en tekið var að innleiða hinar ýmislegu ceremoníur,
sem margfölduðust svo með tímanum að guðs orðs gætti ná-
lega ekki. Guðs orð með andanum og sannleikanum fór að
sama skapi út úr kirkjunni sem ceremoniurnar komu inn í
hana. Þessvegna vilja fríkirkjumenn hafa sem minnst af cere-
monium.
Skírn.
Eins og kunnugt er hefur skírnarathöfnin í þjóðkirkjunni
um langan aldur byrjað með: „Elskuleg guðs börn! Það er
vor kristilega játning . . .“ o. s. frv., hvert orð, hver bók-
stafur af því, sem presturinn á að segja fastákvoðinn. Prest-
urinn les þetta allt upp úr bók, sem kirkjan fær honum í
hendur og kallast „ handbók", nema hann sé farinn að kunna
þetta allt svo vel utanbókar að hann sé viss um, að hvergi
beri út af; þá getur hann auðvitað skírt handbókarlaust, ef
hann vill.
í fríkirkjunni hefur þetta verið haft allt á annan veg; þar
hefur enginn fastákveðinn formáli verið brúkaður; fólkið hefur
ekki vitað fyrirfram, hvað presturinn mundi segja, eða ætlaði
að segja, eða ætti að segja. Allt hefur verið óákveðið og al-
frjálst, að því undanteknu, að minnzt skyldi innsetningarorða
Jesú Krists, lesin hin almenna postullega trúarjátning og
barnið vatni ausið yfir bert höfuð í nafni guðs föður, sonar og
heilags anda. Með þessu móti getur guðs andi haft áhrif við
slíkt tækifæri á sálir þeirra, sem viðstaddir eru, en naumast
með hinu laginu, þegar allt er fyrirfram fastákveðið og nauða-
kunnugt. Kirkjan býr svo um hnútana með sinni fastákveðnu
formúlu, að andinn fær ekki neytt sín í sálu prestsins né til-
heyrenda hans, athöfnin verður dauð athöfn; en svo kennir