Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 12

Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 12
155 Ferming. Um þessa athöfn stendur sú ákvörðun í lögum fríkirkju- safnaðarins, að hún sé ,,yfirheyrzla í kristnum fræðum sam- fara almennri trúarjátningu. “ Spurningin hefur verið höfð að eins ein, nl. þessi: „N. N., þú sem hefur verið skírð(ur) til trú- arinnar á guð föður son og heilagan anda, og hefur nú fengið uppfræðingu um það, í hverju þessi trú kristinna manna er innifalin, ég aðspyr þig frammi fyrir guði og i viðurvist þessa kristna safnaðar, hvort þú aðhyllist þessa trú í hjarta þínu og vilt lifa samkvæmt henni til æflloka?" Eptir að barnið hefur játað þessu, lætur presturinn það gefa sér höndina og árnar því góðs með svipuðum orðum og venjulega eru brúkuð. Kvöldmáltíð. Á síðastliðnu vori fram fór tvisvar sinnum kvöldmáltíð- ar-guðsþjónusta í fríkirkju Reiðfirðinga, og hefur hún eigi áður verið höfð þar um hönd. Fyrra daginn tóku þátt í henni nálægt 100 manna, en síðara daginn að eins 30, fyrir þá sök, að ófært var sjóleiðina, svo að fáir gátu komizt til kirkju af þeim, sem höfðu ætlað sér að vera með. í hvorugt skiptið voru aðrir viðstaddir enn þeir, sem ætluðu að taka þátt í kvöldmáltíðarhaldinu. Þar voru því engir áhorfendur og ekkert til að glepja eða trufla; enda kom andi drottins mjög nálægt þessum samkomum, og verða þær oss, sem tókum þátt í þeim, minnisstæðar. Hið eina, sem fyrirskipað er um þessa athöfn í lögum safnaðarins, er að lesin skuli innsetningarorðin og útdeilt brauði og víni, og að skriptir fari á undan. En skriptirnar voru eigi hafðar á undan guðsþjónustunni eða „fyrir messu“, eins og í þjóðkirkjunni, heldur beint á undan athöfninni sjálfri. Að öðru leyti var allt mjög líkt því sem venja er til, nema minna ceremoníusnið á öllu, ekkert tónað, enginn skrúði, engin ljós. Brauðið og vínið var á algengu borði með hvítum dúki á, er stóð í kór kirkjunnar, þangað gengu allir smátt og smátt og neyttu standandi, og presturinn neytti með söfnuðinum. Eigi rétti presturinn brauðið né vínið að munni hvers eins, heldur lét hann hvern einn taka sjálfan. Yið hvern „hring“ mælti presturinn fram þessi orð a undan útdeilingu brauðsins; „Þetta

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.