Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 9

Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 9
152 Safnaðarstjórn. Yflrstjórn allra safnaðarmálefna er í höndum almenns safnaðarfundar, er halda skal árlega að minnsta kosti einu sinni, og annars svo opt, sem þörf þykir á. Á safnaðarfundum hafa atkvæðisrétt allir fermdir menn í söfnuðinum, jafnt konur sem karlar, sem eru fullra 18 ára að aldri; en upp frá því er einnig ætlazt til, að hver sem nokkurs er umkominn, leggi árlega einhvern skerf tii að standast útgjöld safnaðarins. Á almennum fundi eru kosnir 5 safnaðarfulltrúar; eiga þeir að ráða fyrir fjármálum og framkvæmdum safnaðarfélags- ins. Þá eru og kosnir tveir menn aðrir, til að vera í íáðum með prestinum og veita honum aðstoð sína að því er snertir stjórn í andlegum málefnum safnaðarins, svo sem uppfræð- ingu barna og almennu siðferði. Pessir tveir menn ásamt prestinum sem formanni kallast safnaðarráð. Til að standast útgjöld hvers árs, gjöra lög safnaðarins hverjum manni að skyldu að leggja einhvern skerf til á ári hverju, en ekkert ákveðið hve mikið það skuli vera. Útgjöldin eru vitanlega, síðan kirkjan er komin upp, aðallega fólgin í launum handa prestinum. Láta safnaðarfulltrúar ganga lista, og ritar hver einstakur þar á, hve mikið hann ætlar að leggja til. Guðsþjónusta. í safnaðarlögunum er það tekið fram sem ein af skyld- um þeirra, sem í söfnuðinum eru, að hafa guðs orð um hönd bæði í kirkju og heimahúsum. Guðsþjónustan i kirkjunni hefur verið innifalin í bibhulestri, prédikun, bæn og sálmasöng. Þannig fram fór, að vitnisburði kirkjusögunnar, guðsþjónusta kristinna safnaða á hinu fyrsta tímabili kristninnar. Messu- skrúði hefur eigi verið brúkaður, og eigi tónaðar bænir né biblíukaflar. Engar fastákveðnar bænir hafa verið lesnar, og eigi heldur neinir fastákveðnir kaflar eða textar úr ritningunni; textaval þjóðkirkjunnar hefur þannig verið að eins til leið- beiningar, en ekki bindandi eins og í þjóðkirkjunni, þar sem prestarnir opt lesa upp tvo texta á prédikunar stólnum, nfl. hinn ákveðna texta dagsins, sem tónaður er fyrir alt.arinu, og svo þar á eptir texta þann, sem þeir ætla að prédika út af,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.