Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 13
156 brauð er hluttekning 1 líkama Jesú Krists, sem fyrir oss var gefinn til fyrirgefningar syndanna. Takið og etið; gjöiáð það í minningu JesúKrists"; og á undan útdeilingu vínsins: „Þetta er kaleikur hins nýja sáttmála í hlóði Jesú Kiásts, sem fyrir oss var úthellt til fyrirgefningar syndanna. Drekkið allir hér af; gjörið það í minningu Jesú Krists." En við hverja sem neytt höfðu, mælti presturinn, áður enn þeir gengu burtu, sömu orðin sem brúkuð eru í þjóðkirkjunni: „Sá krossfesti og upprisni Jesús Kristur, sem hefur gjört yður (oss, þegar presturinn neytir með) hluttakandi í sínum heilaga líkama og blóði, og fullnægju gjört fyrir allar yðar (vorar) syndir, liann styrki og viðhaldi yður (oss) í sannri og lifandi trú til eilífs lífs.“ Söngnum var hagað svo sem venja er til. Aðalbreytingin er, að athöfnin verður eðlilegri og síður hætt við að hún verði eintóm ceremónia. Það er ekki nátt- úrlegt að presturinn betí brauðið og vínið að munni hvers eins. Kristur sagði: „takið.“ Útdeilingar orðin („þetta er Jesú Krists sannur líkami“, „sannarlegt blóð“) eru líka allt of ramm-„orþodox“ eða réttara að segja kaþólsk. Yér fríkirkju- menn erum sannfærðir um, að þeir mundu verða næsta fáir, sem eigi fengjust til að taka þátt í þessari dýrmætu endur- minningarmáltíð, ef hún væri færð úr þeim ceremóníu-umbúð- um, sem henni er haldið í, og færð í eðlilegra form. En á hinn bóginn könnumst vér fyllilega við, að hér er um heilaga athöfn að ræða, og að breytingarnar verða að spretta af rétt- um anda, af þrá eptir lifandi sameiningu við drottin. Enginn getur brígslað oss urn, að vér höfum sýnt fljótfærni í þessu máli. Pað sem vér höfum gjört í því, er ávöxtur rækilegrar umhugsunar og biðjandi bænar. Hjónavígsla hefur byrjað með stuttri ræðu, eins og vandi er til, og síðan verið lögð þessi eina spurning fyrir brúðhjónin bæði í samein- ingu: „Ég aðspyr ykkur, heiðruðu brúðhjón, N. N. og N. N., hvort það er vilji ykkar og ásetningur að lifa saman upp frá þessari stundu í heilögu, kristilegu hjónabandi, sem ekkert annað enn dauðinn á að slíta?“ J’égar brúðhjónin hafa bæði

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.