Fríkirkjan - 01.10.1899, Blaðsíða 5
148
og eru því allir kristnir menn í raun og veru ádventistar, svo
sannarlega sem 2. grein trúarjátningarinnar hefur inni að halda
þessi orð : „— þaðan mun hann koma að dæma lifendur og
dauða.“ En í sérstökum skilningi eru þeir menn adventistar,
og einnig kallaðir því nafni, sem trúa því samkvæmt spádóm-
um guðs orðs, að tilkoma drottins sé í nánd eða fari í hönd;
og má nokkurn veginn gjöra sór hugmynd um, hvernig kirkju-
faðir vor Lúther hefði litið á slíka trú, ef hann hefði lifað nú
á dögum, þegar þess er gætt, að hann var á 16. öld
sannur adventisti.
Um þetta bera vott mörg ummæli í ritum hans, og skulu
hér aðeins teknar sem sýnishorn eptirfylgjandi tilvitnanir:
300 ái-.
„Ég trúi því í sannleika, að ekki séu meira enn 300 ár
til dómsdags. Guð vill ekki og getur ekki þolað þennan synd-
uga heim mikið lengur. I-Iinn mikli dagur nálgast, þá er ríki
viðurstyggðarinnar (líklega páfakirkjan) mun kollvarpast."
100 á r.
„Lof sé guði, sem hefur kennt oss að þrá þennan dag
[komudag drottins]. Þeir, sem tilheyra páfadómnum, eru allir
hræddir v'ið hann, eins og sjá má af sálmi þeirra: Dies irae,
dies illa (dagur reiðinnar, dagur sá). Ég vona að þessa dags
sé ekki langt að bíða..........Spádómarnir í opinberunarbók-
inni eru þegar konmir fram, allt að hinum hvíta hesti." Heim-
urinn getm- ekki staðið lengi, ef tii vill naumast 100 ár.. Þeg-
ar veldi Tyrkjans* ** fer að hnigna, þá er hinn síðasti dagur fyrir
hendi, því að þá hlýtur vitnisburður ritningarinnar að rætast.
Vor blessaði drottinn mun lcoma, eins og ritningin segir fyrir.“
„Miðnæturstundin nálgast, þá er kallið mun hljóma: ,Sjá,
brúðguminn kemur, farið út á móti honum.‘ “
50 ár.
fess er getið að eitt sinn lét einn af gestum Lúthers í
ljósi, að ef heimurinn stæði 50 ár til, þá mundi margt koma
* Opinb. 19, 11. „Síðan sá eg himininn opnast. og sá hvítan hest;
sá sein á lionum sat, kailast sá Trúi og Sannorði; hann dæmir
og stríðir með réttvísi.11
** Nákvæmlega eins og núverandi endurkomuboðendur halda fram.