Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 3

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 3
162 ©rúaraamfalafuncfurinn. ------ (Niðurl.) ■ Ræðumaður (síra Jón Bjamason) fór nokkmm orðum um þá menn, sem þættust ekki geta trúað kenningu kristin- dómsins, eða aðhylzt hana, vegna hins marga yfirnáttúrlega, sem ritningin segði frá. Hann gjörði lítið úr þessari gömlu og nýju mótbáru, sökurn þess að lífið allt og náttúran væri full af svo mörgu, sem menn skildu eigi og gætu í rauninni ekki gjört meiri né betri grein fyrir, heldur enn kraptaverkunum í ritningunni. í þessu sambandi komst hann lítið eit.t út í hina nýju kenningu hinnar. æðri (?) guðfræði [höiere kritik?]; sem upp á síðkastið hefur verið haldið svo ósleitulega fram í blaðinu „Verði ljós!“ Ilann gat þess sem sé, að ýmsir af guðfræð- ingum þessarar aldar- vörþuðu fyrir borð mörgum af krapta- verkasögum gamla testamentisins. Ekk'i virtist ræðumaður vera samdóma þessum nýju guðfræðingum. Þannig minntist hann sérstaklega á söguna um Jónas í kviði hvalfiskjarins, sem í augum þessara manna væi'i ekki annað enn hrottaleg tröllasaga, en frelsarinn sjálfur hefði sett í samband við þann atburð í æfisögu sinni, er væri lang merkastur og þýðingar- mestur. — Orð frelsara vors eru þessi: „Þessi vonda og hór- sama þjóð beiðist teikns, en henni skal ekki teikn gefast, nema ieikn Jónasar spámanns; þvi eins og Jónas var í hval- fiskjarins kviði í þrjá daga og þrjár nætur, þannig mun og mannsins son vera í þrjá daga og þrjár nætur i fylgsnum jarðar" (Mattlr. 12, 39. 40.). Það má mikið vera, ef nokkur maður, sem gæta vill sinnar heilbi’igðu skynsemi, getur borið á móti því, að í augum frelsarans stóð sagan um Jónas sem óyggjandi sannleikur, úr því hann komst þannig að oj-ði. En hér koma hinir nýjari guðfræðingar, og í broddi fyrir þeim hór á landi gengur ritstjóri V. Lj., docent sira Jón llelgason. Þeirra kenning er í fám orðum þessi: Það leiddi af lægingu Jesú Krists (gr. kenósis), að hann hafði að eins takmarkaða, mannlega þekkingu, eins á ritningunni eins og ullu öðru, og gat því auðvitað trúað ýmsu því í hinum helgu bókum, sem ekki var né er satt, svo sem þessari sögu um Jónas, spádómsbók Daníels o. fl.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.