Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 8
167 til kynna, hvort hann er fáanlegur til að veita væntanlegum fríkirkjusöfnuði hér í Reykjavík forstöðu." Tillagan var samþykkt í einu hijóði. Þ'ví næst lýsti Lárus prestur Halldórsson því yfir, að hann væri fús á að takast þetta embætti á hendur. Þá var borin undir atkvæði svohljóðandi tiilaga: „Fundurinn samþykkir að kosin sé 5 manna nefnd til að semja frumvarp til laga fyrir hinn væntanlega fríkirkjusöfnuð hér í bænum.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði. í nefndina voru síðan kosnir þessir menn: Jón G. Sigurðarson. Bjarni Magnússon. Jón Brynjólfsson. Daníel Daníelsson. Jón Jónsson realstúd. Ákveðið vir, að nefndin skyldi, eptir að hún hefði lokið starfi sínu. leggja frumvarpið fyrir næsta fund, sem síðar verður ákveðinn. í fundaidok flutti Lárus prestur Halldórsson bæn. Fundi slitið. Jón Jónsson. Jón G. Sigurðarson (skrifari). Eptir að þeir menn, sem kosnir höfðu vei'ið til að semja frumvarp til laga fyrir fríkirkjusöínuðinn, höfðu lokið starfi sínu, var aptur kvatt til fundar og kemur hér skýrsla um þann fund: Amiar fríkirkjufundur. Ár 1899, þ. 19. nóvember, var fríkirkjufundur haldinn í Good-Templarahúsinu í Reykjavík. Fundinn setti Jón Jónsson realstúd. — Eptir að fundur var settur, flutti prestur Lárus Halldórsson bæn, og þar næst var sunginn sálmurinn: Vor guð er borg á bjargi traust. Að því búnu var fundarstjóri kosinn Jón Jónsson realstúd. og skrifari J. G. Sigurðarson,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.