Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 4

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 4
168 Fróðlegt er að bera saman við þessa kenningu vitnisburð postula Jesú: „Nú vitum vér, að þú veizt allt, og þarft þess ekki að nokkur spyrji þig; ýessvcgna trúum vér, að þú sórt frá guði kominn (Jóh. 16, 30.); enn fremur orðin, sem féilu, þegar Gyðinga furðaði á Jesú, og þeir sögðu: „Hvernig þekkir þessi ritningarnar, þar eð hann þó ekki hefur Jært?“, og Jesús svaraði þeim og sagði: „Minn lærdómur er ekki minn, heldur þess, sem mig sendi"; enn fremur orð Péturs um spámennina: „Þeir leituðust við að uppgötva, til hvers og hvíliks tíma Krists andi, sem i þeirn bjó, rneinti, þá hann fyrir sagði píslir Krjsts og þar á eptir fylgjandi dýrð“ (1. Pjet. 1, 11Bjó þá andi Krists ekki svo í honum sjálfum, að hann kynni rétt að meta eða skiija það sem spámennirnir, af þessum anda knúðir, höfðu ritað? Þá var ekki vert fyrir Jesúm að brúka önnur eins orð eins og hann sagði við Sadúseana: „Þér villist, með því þér skiljið eigi ritninguna, né mátt guðs“ (Matth. 22, 29.). Ef hann sjálfur skildi ekki ritninguna betur enn svo, að trúa ósönnum kynjasögum í henni, því þá að brúka svona orð við mótstöðu- menn sína? En ef Jesús Kristur hefur með guðlegmn myndugleika hvað eptir annað staðfest orð ritningarinnar, og það ætlum vér að sé ómótmælanlegt, þá er næsta liklegt að hann snúi þess- um orðum til hinna nýju vantrúar-guðfræðinga frá Kaup- mannahafnar háskóla: „Þér villist. með Jtví J)ér sliiijið ekki ritninguna né mátt guðs”, eða þá þessum orðum: „Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa öllll því, sem spámennirnir hafa sagt.“ (Lúk, 24, 25.). í niðúriagi ræðu sinnar fór séra Jón Bjarnason nokkrum orðum um kristnitöku forfeðra vorra, sem eins og kunnugt er varð með nokkuð skjótum hætti, þar sem landið var kristnað (?) allt í einu með lögum á alþingi. Hann gat þess, að ýmsir hefðu gjört lítið úr þeirri kristnitöku og álitið að hún hafi verið lítið annað en nafnið tómt. En hann vildi halda fram hinu gagnstæða, eins og gjört var í grein nokkuni eptir hinn norska guðfi-æðing (Jhristofer Bruun, er útlögð var eitt sinn í „Sameiningunni". Hann kvað forfeður vora þá þegar hafa haft ljósa hugmynd um, hvað væri „sannur kristindómur", og nefndi því til sönnunar ýrris dæmi úr sögum vorum, svo

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.