Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 13
172 12. gr. í safnaðarráði eru 2 menn auk prestsins, sem er formað- ur þess. Þeir skulu kosnir til eins árs í senn og eru eigi skyldir að taka á móti endurkosningu optar en tvisvar sinn- um. Safnaðarráðið sér um andleg málefni safnaðarins, eink- um fræðslu ungmenna og almennt siðferði. 13. gr. Safnaðarfundi skal boða með viku fyrirvara með uppfest- um auglýsingum, og aðalfund auk þess í nóvembernúmeri „Fríkirkjunnar". Til fundar boðar presturinn ásamt formanni safnaðarfulltrúanna. 14. gr. Þá er fundur lögmætur, ef löglega er til lians boðað, og mæti þar meiri hluti þeirra manna, er atkvæðisrótt eiga, þar með talið allt safnaðarráðið og meiri hluti safnaðarfulltrúanna, nema þeir séu sjúkir eða hafi önnur lögmæt forföll. 15. gr. Vilji presturinn ekki lengur hafa á hendi forstöðu safnað- arins, skal hann tilkynna formanni safnaðarfulltrúanna það með missiris fyrirvara. Með sama fyrirvara getur söfnuðurinn sagt prestinum upp, ef meir en helmingur atkvæðisbæn-a safnaðarmanna greiðir at- kvæði með þvi á almennum safnaðarfundi. V. kafli. Breytingar laga og viðaukar. 16. gr. Breytingar á lögum þessum verða eigi bornar upp nema á aðalfundi, og skulu úrslit jafnan bíða næsta aðalfundar. Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga, útheimtist að minnsta kosti 8/4 atkvæða. 17. gr. Viðauka-ákvarðanir, sem ekki koma í bága við safnaðar- lögin, má gjöra á aukafundi, en á næsta aðalfundi skal skorið

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.