Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 5

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 5
164 sem Njál, Flosa og Hall af Síðu. — Því hefur nú víst enginn neitað, að margir af hinum beztu mönnum landsins hafi verið kristnir eða kristnast í raun og veru þennan dag, sem kristn- in var lögtekin; en þrátt fyrir það stendur hitt sem óyggjandi sögulegur sannleikur, að fyrir allan þorra landslýðsins var kristnitakan ekkert annað en nafnið tómt. Að lögkristna eða valdkristna þannig heila þjóð í einu, getur eptir hlutarins eðli ekki verið „sannur kristindómur"; það er sami falski kristin- dómurinn, sem enn kemur fram i ríkiskirkju-hugsjóninni; og það er stórt vafamál, hvort kristindómur hinnar islenzku þjóð- ar ber ekki enn i dag óheppilegar menjar þessarar skjótu lög- kristnunar landsins, sem svo mikið hefur verið gumað af og V. Lj. vill halda minningarhátíð um. Aðra ræðu hélt síra Jón siðar um ýms sundurlaus atriði. Skal hór að eins drepið á það, er hann talaði um trúarlærdóma- kerfi kirkjunnar; hann líkti því við hinn mannlega líkama; stunga i hjartað hefði bráðan dauða í íör með sér, eins væri með hjartað í kristindóminum; stunga i litla fingurinn væri ekki hættuleg i sjálfu sér, en þó væru dæmi til að hún hefði leitt til dauða; eins væri með rangan skiining á hinum minnstu trúarlærdómum. Hér þótti mörgum kenna ofmikils réttLún- aðar, enda er sannast að segja að trúarlærdómakerfi kirkj- unnar er hvorki þannig t.il komið, né þannig ásigkomið, að því verði með réttu likt við mannlegan iíkama. Ýmsii' aðrir töluðu á fundinum, en þó virtust menn vera fremur tregir, enda eru menn hér óvanir slíkurn fundum. Af guðfræðingum töluðu þeir síra Friðrik Hallgrímsson og dómkirkjuprestur sira Jóhann Þorkelsson um tilgang trúarsam- talsfunda; síra. Jens Pálsson hélt all-langa ræðu um umtalsefni fundarins, sannan kristindóm, og lagði mesta áherslu á sam- eininguna við guð og lifið 1 lionum; síra Friðrik Bergmann talaði um apturhvarfs prédikun, um íslenzkt apturhvarf, er hann kvað lýst vera í kvæði Y. Br. „ Mannsaldrarnir “, uro rétta notkun helgra daga, um guðsþjónustuna og um réttan skilning á orðunum „synd og náð“ (svar Martensens til Magn- úsar Eiríkssonar). Af leikmönnum töluðu: Einar ritstjóri Hjörleifsson gegn svæsnum apturhvai-fs-prédikunum, Hjálmar Sigurðsson uro

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.