Fríkirkjan - 01.12.1899, Síða 10

Fríkirkjan - 01.12.1899, Síða 10
185 P& var engin heimild i lögum landsins til að ganga úr þjóð- kirkjunni og mynda sjálfstæð safnaðarfélög, önnur en hin almennu ákvæði stjórnarskráarinnar um trúarfrelsi og rétt til að stofna fólög til guðsdýrkunar. Þjóðkirkjuandinn gjörði sig því úfrýn- an gegn hinni ungu fríkirkju og vildi ekki viðurkenna tilveru- rétt hennar; og tvisvar sinnum (81 og 83) neitaði alþingið um að gjöra það, sem þó án efa var skylda þess, nefnilega að framkvæma vilja stjórnarskráarinnar i þessu efni. fá var og þetta tiltæki, að segja sig úr þjóðkirkjunni, álitið að ga.nga guðleysi næst. Til dæmis um það, hve sú hugsun var rík hjá sumum gömlum konum, má geta þess að ein af þeim tók, að þvi er mælt var, það heit af syni sínum, meðan hún lá banaleguna, að hann skyldi aldrei ganga í frikirkjuna. Nú er þetta allt á annan veg. Nú er fullkomin laga- heimild til fyrir stofnun fríkirkjusafnaðar i lögunum um utan- þjtðkirkjumenn frá 1886; og þó enn kunni að vera nokkur tortryggni gegn fríkirkjunni hjá einstöku manneskju, þá er þó fríkirkjuhugsjónin nú búin að fá svo almenna viðurkenningu, að enginn kristinn maður og jafnvel enginn menntaður maður getur lengur verið þekktur að því að mæla orð gegn hugsjón- inni sjálfri; og margir af þeim, sem allra heitast bera máiefni kristindómsins fyrir brjóstinu, eru sannfærðir um að stofnun fríkirkjusafnaða á íslandi, og þá sórstaklega hér í Eeykjavík, muni stórum efla það heilaga málefni. Enn er einn munur, og hann mjög verulegur. Austur þar var ekki stærra prestakall enn svo að einn maður mátti vel þjóna; en hér er það öllum skynberandi mönnum vitanlegt og í augum uppi, að öll Reykjavíkursókn er allt of mikill verkahringur fyrir einn prest, og eins er hitt .ekki síður hverj- um manni ljóst, að dómkirkjan er langt um of lítil fyrir söfn- uðinn. Úr þessu hvorutveggja bætir fríkirkjuhreifingin, ef hún getur náð svo miklum þroska og mörgum áhangendum, að kirkja verði reist þegar á komandi sumri. Þegar nú þetta er viðurkennt, sem hér er tekið fram — og enginn g e t u r annað en viðurkennt það •— þá hefði mátt búast við því að hverjum alvarlega hugsandi manni þætti það gleðiefni, að hér kæmi fram söfnuður manna, sömu trúar eins og þjóðkirkjan, er af eigiu ramleik vildi sjá sér

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.