Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 6
6 anna. Eg fermdi hana, og hrundu þá tárin niður kinnarnar á henni, tár, sem komu frá einiægu og hrærðu hjarta. Og svo þegar eg kom til hennar í fangelsið, — hvar var þá litla og guðhrædda stúlkan? Likami og sál var á glötunarbarmi, og hún hló kuldahlátur að sjálfri sér, og hún hló kuidahlátur að guðs orði, og hún hló einnig kuidahlátur, þegar eg bauð henni björgunarfærið, sem gat hjálpað henni upp úr djúpinu. Mér var sem eg heyrði kuldahlátur úr helvíti, hlátur djöfl- anna yfir glataðri sál. — Ó það verður ekki lesið á enni barn- anna, hvað lifið flytur þeim, og vér getum ekki sagt fyrir, hvað þau verða, og hvað þau verða ekki! Ef tii vill hefir Júdas Iskariot verið eins ástúðlegt barn eins og Jóhannes, sem síðar hallaðist upp að brjósti frelsaíans, og Napoleon, sem hellti blóði og tárum yfir heiminn, hefir líklegast engu að siður verið augasteinn móður sinnar en dr. Marteinn Lúther, sem gaf hinum deyjandi heimi aptur gleðiboðskapinn,' hefur verið eptirlæti sinnar móður! Þegar eg er að skíra litlu börn- in og horfi á litlu rólegu andlitin, þá kemur mér opt i hug: .Hvernig skyldi þetta andlit verða eptir nokkra ára tugi? Ó, hvað skyidu þessi sakleysislegu augu fá að sjá i veröldinni? Hvað ætli iitlu hendurnar snerti? Hvaða vegi skyldu lir.lu fæturnir fara, fæturnir, sem ekki valda líkamanum enn þá, og aldrei verða færir um að bera byrði syndarinnar? Og hvað skyldi hreyfa sér í þessu hjarta, sem núna er svo rólegt, áður en það hreyfist i hinnsta sinn?“ Æfifei'ill barnanna er hulinn þoku fyrir augum vorum, og veröldin er vond og hál, sem vér verðum að sleppa þeim út í. Skelfing og kvíði hlyti að gagntaka oss, ef véi' hefðum ekki annað við að styðjast en krapta og hyggni sjálfra vor. Það, sem huggar oss og veit- ir oss djörfung og örugga von er þetta eitt: Þau eiga frels- ara, frelsara, sem tekur að sér litlu börnin, og hefur svo sterka hönd, að enginn og ekkert getur hrifið þau úr höndum hans. Frumskilyrðið og grundvöllur alls kristilegs barnauppeld- is er því það, að vér lítum rétt á börnin, sjáum að þau eru mannssálir, sem eru orðnar guðs börn fyrir Jesúm Krist. Mannseðlið göfgaðist, þegar guð sendi son sipn í heiminn

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.