Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 8
8 og annara barna af háum stigum, segja mjög opt-; „Þetta sómir þér ekki, það er ekki við þitt hæfi, þótt aðrir krakkar megi gjöra það; þú ert höfðingborinn og verður að taka tillit til þess.“ Lærið af þessu, kæru foreldrar. Yður er óhætt að trúa mér tii þess, að þér gætuð opt komizt hjá að grípa til vandarins, komizt hjá að ergja sjálfa yður og græta hörnin yð- ar, ef þér gjörðuð yður nægilega far um að minna börn yðar á tign ættar sinnar, vekja hjá þeim tilfinningu um það, að þau séu guðs ættar, og hafa það jafnan fyrir augum, þegar þér á- minnið þau. Farðu til barns, sem er óráðþægið, óhlýðið eða hefir farið með ósannindi, horfðu í augu þess og spyr það blátt áfram: „Sómir þetta barni guðs? I3ú vilt vera guðs barn og þó ertu svona?“—Afi minn heitinn sagði mér, að hann hefði 1813 hitt rússneskan hermann, sem var að blóta og ragna og gjöra óspektir á heimili nokkru, þar sem margir hermenn höfðu fengið sér gistingu. Húsbóndinn, sem var í tölu hinna kyrlátu pílagríma drottins, gekk þá til hermannsins og sagði: „Haldið þér að Jesús liefði látið svona?“ Þessi fáu orð voru sem vatn í eld; bræði hermannsins sefaðist, það komu tár í augu hans, hann fyrirvarð sig og bað fyrirgefningar; þótt hann væri svakafenginn, þá hafði hann þó ekki alveg gleymt, hvílík tign það er að líkjast Jesú, og þurfti ekki annað en vera minnt- ur á það. Oss mundi verða þetta auðveldara gagnvart börnum vor- um, ef vér byrjuðum það snemma. Vér getum ekki mirint þau of opt á; að þau eru skírð og hvers vegna þau eru skírð. Það er sorglegt, já, ót.talega sorglegt, að miljónir manna mitt í kristninni skuli skoða. þetta sakramenti lítið annað en tóm- an vana eða borgaralega athöfn. En heill sé þeim, sem gætir þýðingar þess. Sanntrúaður maður veit, að guðs náð heyrir barniuu til, af því að það er skirt. Það er orðið eign Jesú Krists, og hann mun ekki sleppa af því hendinni, hvað sem á gengur. Einhverju sinni, þegai- dr. Marteinn Lúther þjáðist af þunglyndi og sálaiangist, sagði vinur hans við hann: „Doktor, eruð þér ekki skírður ?“ og það varð honum til hjálpar. Yeik- indi sálar hans hurfu, þegar hann fór að hugsa um skirnar- náðina, og hann gat aptur rétt öruggur höndina til föðursins og frelsarans, sem höfðu lotið niður að honum i skírn hans,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.