Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 9

Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 9
9 „Barnið mitt, þú ert skírt.“ — Segðu það við barnið þitt, þegar freistingarnar ætla, að fella það, segðu það við barn- ið, þegar efasemdirnar um sannleika guðs orðs koma í liós. Já, talaðu og skrifaðu í þeim anda jafnvel hverju glötuðu barni, sem hefir steypt sór út í hringiðu heimssollsins: „Þótt þú sért núna glatað barn, þá slepptu samt ekki allri von, því að þú ei't skírður!“ II. Sjábu um, að börnin ]nn andi að sér himnesku lopii! Eí þú vilt að börnin þíii skilji. hvað það sé að vera endur- leyst og skírð guðs börn, þá — hér mætir oss ábyrgðarmikil alvara, hér verðum vér að snúa oss frá trúfræðinni að sið- fræðinni — þá verða þau að sjá það í lífi þínu, sjá það á lífi föður síns og móður eða þeirra, sem ganga þeim í foreldra stað. Pað mætir oss hvað opfir annað, tilbreytingarlaust og óbreyft, þegar ræða er um sannleika guðs rikis, að vór verð- um að færa sönnur á þonnan sannleika í lífi voru. En þótt það kunni að vera tilbreytingarlaust og þótt það kunni að vera erf- itt, þá er þó ómöguiegt að komast hjá þessum sannleika og allra, allra síst, þegar um barna uppeldi er að ræða. Börnin eru eins og jurtir; raunar Imgsa þær ekki, en samt lifa þær; það er ekki líf með sjálfsmeðvitund, en það er iíf, sem óðum þroskast. En þroskun og líf jurtarina er komið undir jarð- veginum, sem sæðið feliur í, og kornið undir sólskininu, regn- inu, dögginni og loptinu, sem leikur um þær. Og börnunum er líkt háttað og jurtunum, þau lifa af loptirm, sem þau anda að sér ósjálírátt, og verður það þeim annaðhvort að lifslopti eða köfnunadopti. Löngu áður en börnin skilja nokkuð um trú og vantrú hafa þau andað að sér anda þeim, er ríkir á heimilinu. Þau hljóta að draga að sér það andlega andrúmslopt, sem urnlykur þau. Pau verða vör við, taka eptir og hafa hugboð um allt, áður eu þau geta lýst því með orðum. — Þegar börn- in sjá að foreldrarnir lifa bænarlífi, beygja sig fyrir ósýnilegu raldi, sjá að >au ausa af andlegurn brunni og sækja þangað hjálp og styrk í rneðlæti og mótlæti, verða vör við að þ*u sækja í ósýnilogan h#im krapta til að elska, krapta til að þola og kraptatil að sigra, þá kemst ósjálfrátt djúp lotning inn hjá

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.