Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 10
10 börnunum, lofcning fyiir foreldrum sinum, iofcning fyrir þessu ósýnilega valdi, og löngun eptir að verða lík foreldrunum. Dálítið af eilífðarlopti í kringum foreldrana, dálitið af hirnnesk- um l)iæ um enni þeirra, það er sú hjálp og aðstoð í uppeld- inu, sem því miður allt of fáir hafa revnt né hafa hug- boð um. Börnin verða því að sjá andlega lifið, áður en farið er að tala um það við þau; þau eiga að sjá í h'fi og dagfari for- eldra sinna, hversu sælt og dýrmætt það er að vera guðs barn, sjá. að þá deyr gleðin aldrei, jafnvel þótt veikindi og ýms bágindi berji að dyrum, sjá að jafnaðargeð og stilling gengur ekki úr vistinni, þótt sorg og ireistingar hrindi upp hurðum. Hjörtu barnanna og hugur hneigist upp á við og verð- ur betri jarðvegur fyrir alit gott og göfugt, ef þau veiða vör við að foreldrar þeirra horfa til himins og sækja þangað styrk sinn og gleði. Yenjulega ganga börnin götu foreldranna. (Framh.) --------c~<x>------ Vilh, Beck um háskólann og biblíukritikina, Nokkur orð verð eg að segja um samband hcimatrúboðsins við háskólann. Mjög innilegt eða náið hefur þetta samband aldrei verið. Háskólinn hefur jafnan komið fram með tals- verðu yfirlætí hér á landi, í meðvitundinni um hina háu vís- indalegu stöðu sina; og fyrir þá sök hefur hann einnig ávallt, en þó einkum fyr á tímum, framleitt heilmikið af hefðar- prestum með hinni sömu háleifcu tilfinningu þess aðvera vísinda- lega menntaðir. Það hlaut því að vera erfitt fyrir háskólakenn- ara vora að hugsa sér, að það gæti átt sór stað, að óbreyttir leikmenn, sem jafnvel voru flestir af alþýðu eða bænda .stétt, væru færir um að prédika guðs orð og útþýða það. Skrítið dæmi upp á það minnist eg að kom fyrir eitt sinn, er eg átti tai við Martensen biskup, þennan gamla háskóiakennara. Við ræddum einmitt um heimatrúboðana, og spurði hann þá: „En prédika þessir menn virkilega?* Þegar eg kvað já við því. sagði hann: „En hvernig geta þeir prédikað? Þeir kunna þó ekki grísku,'' og gjörði eg þá upplýsandi athugasemd við það,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.