Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Laugardagur 19. mars 1983 Lífgað upp á útlitiö hjá Snyrtimiðstöðinni Andorru: Líf og fjör á kvinnunum á shyrtimiðstööinni, Andorru. „Aöiaðandi kona er ánægð kona" - segja þær Ásta, Valgerður og Þórunn ¦ „Snemma á árinu opnaði ný þjónustumiðstöð hér í bæ, en það er Snyrtimiðstöðin Andorra, en hana reka þær Ásta Sigurðardóttir, Valgerður Guðmundsdóttir og Þór- unn Pétursdóttir, og eru þær allar lærðir snyrtisérfræðingar. Við litum við hjá þeim á dögun- um, en þær eru til húsa að Reykja- víkurvegi 62 í vistlegu herbergi á annarri hæð. Hvaða þjónustu bjóðið þið upp- á? Hingað til hefur það aðallega verið snyrtinámskeið, en hér verður einnig snyrtistofa. Þetta er fjögurra kvölda námskeið og er einu einmitt að ljúka núna, en þeim er skipt á tvær vikur tvö kvöld í senn. Fyrst tökum við fyrir umhirðu húðarinn- ar og handsnyrtingu og síðan sitt hvort kvöldið í dag og kvöldsnyrt- ingu (make-up) Hvernig hefur aðsóknin verið? Mjög mikil finnst okkur. Við opnuðum 17. janúar og hafa verið 8 námskeið og alltaf fullsetið. Áhug- inn á snyrtingu virðist almennt hafa aukist mjög mikið hjá konum, einkum eftir að þessi námskeið komu fram, þar sem þær fá sjálfar að vinna með hlutina en eru ekki bara í sýnikennslu. Konur segið þið, koma engir karlmenn? Það hefur nú ekki verið. En vissulega veitti mörgum þeirra ekki af að læra að hirða húðina á sér og ekki síður hendurnar. Það er alltof algengt að sjá þá með sorgarrendur undir nöglunum. 400 unglingar á velheppnaðri hljómsveitakynningu æskulýðsráðs „Hljómleikarnir heppnuðust afskaplega vel og var framkoma ung- linganna til mikillar fyrirmyndar," sagði Þorgeir Haraldsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi, en hann stóð ásamt 30 ungmennum að kynningu á fimm hafnfirskum hljómsveitum í félagsálmu íþróttahússins 10. mars s.l. Á hljómleikana mættu yfir 400 unglingar og voru þeir sýnilega á- nægðir með tiltækið. Tónlistin var að mestu leyti frumsamin. Hljómsveitin DogD spilaði kröftug rokklög og kom öllum í stuð. Hljómsveitin Ónefni flutti lög í jazzstíl. Agens og útvarpið tók létt og húmorísk lög. Lög Omicron minnti mjög á tónlist Mezzoforte. Þá lék af miklu öryggi nýstofnuð danshljómsveit, Vaka, en hana skipa gamal- reyndir popparar. Auk hljómsveitanna var tískusýning, en um hana sáu hafnfirskir unglingar einnig. Sýndu þeir íþrótta- og vetrartískuna. /atnaðurinn var frá Bakhúsinu, Herraríkinu, Músík og Sport, Kays og Fremans. Þorgeir Haraldsson sagði að æskulýðs- og tómstundaráð hefði ýmis- legt á prjónunum, t.d. keppni milli grunnskólanna í skák og borðtennis. Þá eru fyrirhugaðar miklar breytingar á æskulýðsheimilinu við Flatar- hraun. Aðvörun — Samkvæmt heimild í heilbrigöisregiugerö og lög- reglusamþykkt Hafnarfjaröarkaupstaðar mun nú og framvegis allar númeralausar bifreiöar, sem standa á götum, bílastæöum og óbyggoum lóöum í Hafnarfiröi fluttar í port Vöku h/f Stórhöföa 3, Reykjavík. Hafi eigendur ekki vitjaö þeirra innan tveggja mánaöa frá tökudegi verða þær teknar til greiðslu á- fallins kostnaðar. Heilbrigöiseftirlitið. Hvað með aldursskiptingu? Þátttakendur hafa verið á öllum aldri. Bæði bráðungar stúlkur og töluvert fullorðnar konur og er hvort tveggja mjög ánægjulegt. Þó nokkuð hefur líka komið af konum sem eru að endurnýja þekkingu sína, hafa kannski verið á svipuð- .um námskeiðum fyrir einhverjum árafjölda og vilja nú kynnast nýj- ungum. Hvað er framundan? Við erum að fara í gang með ný námskeið til viðbótar þeim sem fyr- ir eru, en þetta er nokkurs konar framhaldsnámskeið fyrir þá sem einhverja undirstöðu hafa. Þau snúast þá aðallega um sjálfa snyrt- inguna, make-up-ið. Það má til gamans geta þess, að miklar breytingar hafa orðið á snyrtingu á liðnum árum. Nú sést varla þessi ægilega stríðsmálning, sem var allsráðandi þegar við vor- um á táningaaldri. Snyrtingin er mikið meira miðuð við aldur, útlit, Iitarhátt og hvert tilefnið er, því að- laðandi er konan ánægð. Við þökkum þeim stöllum spjall- ið og óskum þeim góðs gengis og að lokum skulum við heyra álit eins þátttakanda í námskeiðinu. Ertu ánægð með námskeiðið? Já virkilega. Ég hef lært heil- margt á þessu t.d. má nefna hand- snyrtinguna, sem ég var mjög hrifin af og eins umhirða húðarinnar. Eins lærir maður einfaldlega að ganga til verks, verður fljótari pg öruggari, þegar grípa þarf til þess. Og kannski ekki hvað síst að velja sér vörur. Mér finnst afskaplega gaman að nota liti, þegar ég er kom- in uppá lag með það. Það lífgar ó- trúlega uppá útlitið. Endurreisn Lfiikfélags Hafnarfjarðar með Bubba kóngi Eins og bæjarbúum er vafalaust kunnugt hefur Leikfélag Hafnar- fjarðar nú risið úr öskustónni og hafið starfsemi á nýjan leik. Fyrir skömmu frumsýndi félagið Bubba kóng, þekkt stykki í leiksögunni og hefur þessi frumraun hins nýendur- reista Leikfélags Hafnarfjarðar fengið góða dóma. Frumkvöðlar að endurreisn Leik- félagsins eru flestir ungir að árum og er mikill hugur í hinum ungu hafnfirsku leikáhugamönnum að rífa upp virkt og öflugt leikhússtarf hér í Hafnarfirði. Skorar Alþýðublað Hafnarfjarð- ar eindregið á alla bæjarbúa að hjálpa til við endurreisnina og ýta með öllum mögulegum hætti undir hið merkilega framtak hinna nýju frumkvöðla Leikfélags Hafnar- fjarðar. Leikstjóri á Bubba kóngi Leikfé- lags Hafnarfjarðar er, Árni Ibsen, en með stærstu hlutverk fara, Jón Sigurðsson, Kristín G. Gestsdóttir, Lárus Vilhjálmsson og fleiri. Mikill fjöldi leikara kemur fram í sýning- unni, auk fjölda annarra baksviðs- manna og — kvenna, sem standa að uppfærslunni. Bubbi og Bubba, Jón Sigurðs- son og Kristín G. Gestsdóttir í á- búðarmikilli stellingu utan við Bæjarbíó, höfuðstöðvum Leik- félags Hafnarfjarðar. M ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ítalskar úrvalsvélar, sem unnið hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar, einstakra þvottaeiginleika og hagstæðs verðs. Þvottavél LT-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn.). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfriu stáli. Hámarks orkuþórf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Kaupfélag Hafnfirðinga MIÐVANCI 41 OC STRANDCÖTU 28

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.