Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 1
A Iþýðublað Hafharfíarðar Málgagn jafnaðarstejhunnar 1.TBL. 42. ARG. MARZ 1983 íhald og óháðir hundsa undirskriftarsöfnun 12 hundruð Hafnfirðinga um dagvistarmál: Minnihlutinn leggur til að gerð verði áætlun um uppbyggingu dag- vistarheimila - sem unnið verði eftir á næstu árum Miklar umræður urðu um dag- vistarmál á bæjarstjómarfundi sl. þriðjudag. Komu þær umræður m.a. í kjöifar undirskriftalista, sem bárust frá um 1200 bæjarbúum, þar sem kvartað var mjög undan „ó- fremdarástandi í dagvistarmálum" í bænum. Þá lögðu fulltrúar minni- hlutaflokkanna í bæjarstjórn fram tillögu á bæjarstjórnarfundinum um þessi mál og var hún svohljóð- andi. Bæjarstjórn samþykkir að fela félagsmálaráði að gera „áætlun um uppbyggingu dagvistarheimila", sem miði að því að fullnægja þörf fyrir dagvistun forskólabarna á á- kveðnu árabili. Áætlun þessi þarf að taka mið af eðlilegri skiptingu milli leikskóla- og dagheimilisrýma og eðlilegri dreifingu dagvistarheimila milli bæjarhluta með það markmið í huga að öll börn hafi aðgang að íhaldsmeirihlutinn hefur engan áhuga á því að svara 1200 Hafnfirðingum, sem kvarta sáran yfir „ófremdarástandi dagvistarmála." dagvistun við sitt hæfi í sínu heima- hverfi. Bæjarstjórn leggur áherslu á að þroskaheft börn eigi sem greiðastan aðgang að dagvistarheimilum bæj- arins. Áætlun þessi verði send bæj- arstjórn eigi síðar en 1. júní n.k. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Óháðra borgara lýstu andstöðu sinni við þessa tillögu og var henni að loknum löngum og ströngum umræðum vísað frá með atkvæðum meirihlutamanna- og kvenna. í umræðum um þessi mál kom margt fróðlegt fram. Berlega kom í ljós að meirihlutanum fannst mjög óverðugt að bæjarbúar skyldu vera óánægðir með ástand dagvistar- mála í bænum. Voru málsvarar meirihlutans almennt mjög ánægð- ir með sitt framlag í þessum efnum, enda þótt það liggi fyrir að 300 börn séu á biðlistum um leikskóla- og dagheimilispláss í bænum. Og þessi fjóldi segir ekki alla söguna, því fjölmargir foreldrar hafa ekki einu sinni fyrir því að skrá börn sín á biðlista; telja vonlaust að fá inni fyrir þau. Töldu meirihlutamenn enga á- stæðu tii þess að gera framtíðará- ætlun um þessi mál. Sögðu þeir að félagsmálaráð væri að vinna í mál- um af þessu tagi og þyrfti bæjar- stjórn ekki sérstaklega að biðja um framtíðaráætlun af þessu tagi. Framhald á 9. síðu Badmintonfólk á fullu í íþróttahúsinu. Meirihlutinn taldi sigekki geta séð af 45 þúsund krónum til að húsið megi hafa opið allan ársins hring. Meirihlutinn felldi tillögu um sumaropnun iþróttahússins: Alþýðuflokkurinn vill að hafn- firskt íþróttafólk hafi aðgang að íþröttahúsinu við Strand- götu allan ársins hring „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar iýsir áhuga sinum á að auka þjón- ustu við íþróttafólk í bænum með því að gefa því kost- á fleiri æf- ingatímum en verið hefur i í- þrottahúsinu við Strandgötu. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkir að auk þeirra tíma sem nú þegar eru nýttir skuli íþrótta- húsið við Strandgötu opið í- þróttafólki yfir sumarmánuðina. Þá skuii húsið einnig opiðtii æf— inga á sunnudögum". Þannig hljóðaði tillaga, sem bæjarfulltrúar Alþýðuflokksiris, Guðmundur Árni Stefánsson og Hörður Zóphaníasson fluttu á bæjarstjórnarfundi ásamt öðrum fuIltruurrLjninnihlutans í bæjar- stjórn. Var þessi tillaga til um- fjöllunar á bæjarstjórnarfundi þeim, er tók fjárhagsáætlun bæj- arins til afgreiðslu. Höfðu flutn- ingsmenn þessarar tillögu aflað upplýsinga um það frá íþrótta- fulltrúa bæjarins, þessi aukna þjónustu til hárida hafnfirsku í- þróttafólki kæmi til með að kosta 45 þúsund krónur aukalega. í samræmi viö þessar upplýsingar fluttu bæjarfúlltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks því breyting- artillögu við fjárhagsáætlun bæj- arins hvað varðar rekstrarkostnað við íþróttahúsið, þar sem gert var ráð fyrir þessari 45 þúsujnd króna Framhald á 9. síðu Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 1983: ðllum breytingartillögum minnihlutans hafnað - Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks og annarra minnihlutaflokka sátu hjá við heildarafgreiðslu A bæjarstjórnarfundi hinn 15. febrúar síðastliðinn var fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 1983 afgreidd. Miklar og harðar umræður og deilur urðu á fundinum um fjár- hagsáætlunina á milli minnihluta og meirihluta bæjarstjórnar og stóð fundurinn frá klukkan 5 síð- degis til klukkan hálf sex um morg- uninn með einu stuttu matarhléi. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins deildu hart á bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins og „Ó- háðra" fyrir afturhaldssemi og á- hugaleysi á byggingu verkamanna- bústaða í Hafnarfirði, fyrir skeyt- ingarleysi og afskiptaleysi um öryggismál Hafnfirðinga og fram- taks- og fyrirhyggjuleysi í félags- legri þjónustu við bæjarbúa. Fjárhagsáætlunin var að lokum samþykkt með 7 samhljóða at- kvæðum bæjarstjórnarmeirihlut- ans, en bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins sátu hjá með tilvísun í bókun sem bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Guðmundur Árni Stefánsson, gerði, en það kom í hans hlut að greiða fyrstur at- kvæði af bæjarfulltrúum minni- hlutans. Bókunin var svo hljóðandi: „Vegna afgreiðslu þeirrar fjárhagsáætlunar Hafnar- fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1983 sem hér liggur fyrir að af- greiða, vil ég gera eftirfarandi grein fyrir atkvæði mínu: Undanfarin ár hefur meiri- hluti bæjarstjórnar aldrei beitt minnihlutann slíkum yfir- gangi og valdníðslu og hér er gert við afgreiðslu fjárhags- áætlunar, þar sem litið sem ekkert tillit hefur verið tekið til óska og tillagna bæjarfulltrúa minnihlutans. Eru þetta ný og öðruvísi vinnubrögð en áður hafa tíðkast í bæjarráði. Harmar minnihlutinn þessa breyttu afstöðu meirihlutans, sem að visu er lögleg en að- standendum til lítillar sæmd- Sérstaklega furða ég mig á hinu mikla áhuga- og skeyt- ingarleysi um byggingu verka- mannabústaða í Hafnarfirði á næstu árum, sem fram hefur komið hjá meirihluta bæjar- stjórnar í umfjöllun fjárhags- áætlunarinnar, þrátt fyrir gíf- urlegan húsnæðisskort í bæn- um. Svipaða sögu er að segja um skeytingarleysi meirihluta bæjarstjórnar um ýmis örygg- ismál Hafnfirðinga, svo sem tækjabúnað slökkviliðsins og vaktafyrirkomulag þess. Það skeytingarleysi er með þeim hætti, að ég vil ekki bera nokkra ábyrgð á því. Félagsleg þjónusta við bæjarbúa er skorin við neglur og höfð í al- geru lágmarki. Tilraunum okkar minni- hlutamanna til að ná sam- komulagi hefur verið fálega tekið og þær hundsaðar. Með tilliti til alls þessa, get ég hvorki né vil tekið nokkra ábyrgð á þeirri fjárhagsáætl- un, sem nú liggur fyrir til sam- þykktar. Hún er alfarið af- kvæmi meirihluta bæjar- stjórnar og á hans ábyrgð. Þess vegna greiði ég þessari fjárhagsáætlun ekki atkvæði mitt, en sit hjá við atkvæða- greiðsluna". Framhald 'á 9. siðu

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.