Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 8
1200 bæjarbúar kvarta yfir ófremdarástandi í dag vístarmálum okkar HafnfirSinga: „Fólk orðið langþreytt á aðgerðarleysi og handahófs- kenndum vinnubrögðum" - segir Guðrún Þórsdóttir ein af forvígiskonum þessarar undirskriftarsöfnunar „Ófremdarástand ríkir í dagvistunarmálum okfcar Hafnfirðinga. Bio- listar lengjast stöðugt og 2ja ára skammtur hvers barns, sem á leikskóla kemst, er alls ófullnægjandi. Leikskóli sá sem reisa á í Suðurbæ leysir eng- an vanda, því leikskóli Jósepssystra hættir frá og með 31. maí. Það hljóta að teljast sjálfsögð mannréttindi að öll börn eigi þess kost að dvelja um tíma á leikskóla. Einnig byggist fjárhagsafkoma margra heimila á vinnu beggja foreldra". Svó hljóðar áskorun til bæjaryfirvalda, sem um 1200 bæjarbúar undir- rituðu nýverið. Ástand dagvistunarmála hefur verið bæjaryfirvöldum til lítils sóma undanfarin ár, en þetta er talandi dæmi um vilja fólks í þessum efnum. Þesser skemmst að minnast að fyrir ekki svo ýkja löngu felldi meiri hlutinn tillögu þess efnis að byggð skyldi ein dagheimilisdeild við nýja leik- skólann í Suðurbænum. Þetta sýnir að þörfin er fyrir hendi, þarf frekari vitnanna við. Til að frétta nánar af þessari áskorun höf ðum við samband við Guðrúnu Þórsdóttur, en hún er ein af forvígiskonum þessarar undirskriftasöfnunar. Guðrún, hver voru tildrögin? Upphafið má segja, að sé sú stað- reynd, að ekki virðist hægt að fá leikskólapláss, nema í hámark 2 ár fyrir hvért barn. Það þarf ekki að ræða við marga til að sjá hvaða erf- iðleikum þetta getur valdið fólki. Óneitanlega vaknar sú spurning, hvort verið sé að gera konum erfið- ara fyrir að vinna úti. Til hvers þá að sóa tímanum í dýrmæta mennt- un, ef ógjörningur er að nýta hana. Auk þess er þetta afkomuspurning fyrir margar fjölskyldur. Eftir að þetta hafði oft borið á góma, á- kváðum við nokkrar að við svo bú- ið mætti ekki sitja, þögnin dygði ekki lengur. Hvernig voru svo undirtektir? Undirtektir voru hreint út sagt ó- trúlega góðar miðað við þann stutta tíma, sem þetta var í gangi og án þess að gengið væri á fólk. Um 1200 manns skrifuðu undir, það segir sína sögu. Það var ekki gengið í hús og engin skipulagður áróður hafður í frammi, heldur var þetta ó- pólitísk skyndiherferð áhugafólks. í fyrstu voru listarnir aðeins látnir liggja frammi á leikskólum og dag- heimilum. Síðan einnig á ýmsum fjölsóttum stöðum s.s. Þrekrriið- stöðinni, hárgreiðslustofum o.fl. Telur þú að þetta lýsi ástandinu að einhverju leyti?. Auðvitað — fólk er greinilega Tveir ungir Hafnfirðingar una sér vel í rólunum. orðið langþreytt á aðgerðarleysi og handahófskenndum vinnubrögð- um og jafnframt vonlítið um úr- bætur. Hvað með dagheimilin — nú snérist þetta fyrst og fremst um leikskólana? Það er rétt, þetta var aðallega miðað við leikskólana. Hitt er líka alkunna, að á dagheimili komast einungis börn s.k. forgangshópa, öðrum dettur hreinlega ekki í hug að sækja um. Hverjar urðu málalyktir? Við fórum með listana og afhent- um bæjarstjóra þá persónulega. Hann þakkaði fyrir, kvað málið verða athugað, ýmislegt væri einnig á döfinni í þessum efnum. Hvað gerist — hefur þú trú á að- gerðum sem þessum? Það er spurning. Ég vona það svo sannarlega að þetta beri einhvern ávöxt. Alla vega ætti þetta að verða til að opna augu fólks fyrir ástand- inu og að eitthvað verður að taka til bragðs. Það þýðir ekki að þegja endalaust og láta bjóða sér hvað sem er, við verðum að taka mið af ríkjandi þjóðfélagsháttum, það er nú einu sinni árið 1983. Minnihlutinn lýsir áhuga sínum á aukinni kennslu til handa sex ára börnum Eftirfarandi tillögu lögðu bæjar- fulltrúar minnihlutans fram fyrir skömmu. Bæjarstjórn lýsir yfir áhuga sín- um á að auka þjónustuna við for- skólanemendur í Hafnarfirði bæði með auknum kennslutíma og með því að gefa foreldrum þeirra kost á gæslu þeirra utah kennsiutíma, enda greiði þeir þá þjónustu. Bæjarstjórn felur Fræðsluráði Hafnarfjarðar og fræðslustjóra bæjarins að gera athugun á þeirri reynslu sem fengist hefur í þessum efnum í öðrum bæjarfélögum og gera síðan tillögur til bæjarstjórnar Rætist úr gangstéttar- málum við Hjallabrautina s ll'lMf. H H hfc: fr m •». Gatnamót Breiðvangs og Hjallabrautar. Gangstéttarmál hafa verið í miklum ólestri við Hjallabrautina, en úrbóta er að vænta. „ Um Hjallabrauíina fer mikil umferð bœði ökutækja og ekki síð- ur gangandi fólks. Eins og sakir standa er ástandið þannig að á Hjallabrautinni vestan Miðvangs gengurfólk á sjálfri akbrautinni og slysahœttan sem þvífylgir er augljós. Brýnt er að þessu hcettuá- standilinni. Þess vegnasamþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðarað nú ísumar verði gangstétt lögð við Hjallabrautina vestan Miðvangs" Þannig hljóðaði tillaga frá Guðmundi Árna Stefánssyni, Herði Zóphaníassyni, Markúsi Á Einarssyni og Rannveigu Traustadóttur, sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu. Eftir nokkr- ar umræður í bæjarstjórn var tillögunni vísað til bæjarráðs. Síðan hefur það gerst, að bæjarráð hefur ákveðið að auglýsa út- boð á gangstéttargerð við Hjallabraut og fleiri götur í bænum. Þessi tillaga bæjarfulltrúa minnihlutans hefur því m.a. orðið til þess að beina athyglinni að því óf remdarástandi sem rikt hefur í gangstéttar- málum við Hjallabrautina, gangandi vegfarendum þar til ama og hættu. sem fyrst um framkvæmd þessara mála. Þessari tillögu var vísað til bæj- arráðs. Karmelitaklaustrið i HafnarfirtSi: Minnihlutinn vill að kannaöur verði til hlítar möguleikinn á að bærinn kaupi - T.d. fyrir Tónlistarskólann Nú, þegar Ijóst er að starfsemi Karmelítaklaustursins í Hafnar- firði fellur niður á þessu ári, lýsir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þeirri skoðun sinní, að þar með hverfi úr bæjarmyrtdinni þáttur, er alla tíð hefur verið Hafnarfirði til mikils sóma og hefur haft menningar- legt og héðan í.frá sögulegt gildi. Er systrunum, er þar hafa starfað þakkað þáð framlag þeirra í þessu skyni. Af þessum sökum telur bæjar- stjórnin brýnt að kannað verði til hlitar, hvort ekki er unnt fyrir bæjarfélagið að festa kaup á hús- eign klaustursins, fáist hún á við- eigandi kjorum. Verði þá jafn- framt athugað, hvort húsið gæti hentað menníngarstarfsemi af ýmsu tagi, og þá ekki síst, hvort það henti starfsemi Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Þanníg hljóðaði tíllaga bæjar- fulltrúa Alþýðuflokks, Alþýðu- bandaiags og Framsóknar, sem þeir lögðu fram í bæjarstjórn fyr- ir nokkrum vikum. Nokicrar um- ræður urðu um málið í bæjar- stjórn, en niðurstaðan varð sú, að þeim hluta tilíðgunnar, sem fiall- Framhald á 9. síðu Alþýöublað Hajnatfjarðar jafnaðarstefnunnar Alþýðuflokkurinn og aðrir minnihlutaflokkar í stríði við meirihlutann um verkamannabústaði: Guðmundur Árni Stefánsson og Hörður Zóphaníusson bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins. Allar tillögur minnihlutans um verulegt átak í bygg- ingu verkamannabústaða felldar íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjaðar hefur á undanförnum vikum brugðið fæti fyrir tilraunir Alþýðuflokksins og annarra minnihluta- flokka í bæjarstjórn í þá átt að auka verulega byggingu verkamannabú- staða í bænum. Umsóknir um íbúðir í verkamannabústöðum hafa aukist aö miklum mun síðustu misseri, enda eru íbúðakaup á frjálsum markaði of þungur baggi fyrir stóran hóp launafólks. Hafnarfjarðarbær hefur verið aftarlega á merinni samanborið við önnur sambærileg sveitarfélög hvað varðar byggingu verkamanna- bústaða. Minnihlutaflokkarnir í bæjar- stjórn, Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur, Iögðu til við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir árið 1983, að fram- lag bæjarins til byggingar verka- mannabústaða yrði hækkað um 1,7 milljón króna frá tillögum óháðra og íhaldsins. Þessa tillögu felldi meirihlutinn. Ef tillaga Alþýðuflokksins hefði verið samþykkt, þá hefði það þýtt tvöfaldan íbúðafjölda í verka- mannabústaðakerfinu á þessu ári. En það vildu tvíburaflokkarnir í meirihlutanum ekki. Á bæjarstjórnarfundi um fjár- hagsáætlun lögðu bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Hörður Zophaníasson, Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Traustadóttir og Markús Á Einarsson fram eftir- farandi tillögu varðandi verka- mannabústaði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er Ijós hin mikla þörf fyrir byggingu verkamannabústða í bænum og leggur áherslu á þann vilja sinn til að gera stórt átak í þessum efnum á næstu árum. Þörfin sést meðal annars á því að í lok nýliðins árs lágu fyrir um 160 umsóknir um íbúðir hjá stjórn verkamanna- bústaða í Hafnarfirði. En á árinu 1982 var aðeins hafin bygging 8 slíkra ibúða, þrátt fyrir yfirlýsingar bæjaryfirvalda um að hefja bygg- ingu 30 íbúða á því ári. í ljósi þessara staðreynda sam- þykkir bæjarstjórn eftirfarandi: 1. Að gera áætlun um byggingu verkamannabústaða sem miðist við það að hafin verði bygging a.m.k. 30 nýrra íbúða í verka- mannabústöðum ár hvert til loka kjörtímabilsins. Bæjar- stjórn mun miða fjárhagsætlun sína þessi ár við slíka áætlun. 2. Að opna biðreikning, þar sem lagt verði inn nægilegt fé, til ráð- stófunar fyrir stjórn verka- mannabústaða, til að tryggja að hönnun . og önnur undir- búningsvinna geti gengið með eðlilegum hætti. Féð á biðreikn- ingi þessum endurgreiðist síðan aftur til bæjarstjóðs, með full- um verðbótum, þegar fjár- veitingar til framkvæmda koma til greína frá Húsnæðisstofnun ríkisins. 3. Aðfelabæjarverkfræðingiaðsjá til þess að alltaf séu fyrir hendi í Hafnarfirði nægilega margar byggingarhæfar lóðir undir byggingu verkamannabústaða í samræmi við ofangreinda á- ætlun. Að lokum leggur bæjarstjórn þunga áherslu á það að gott sam- starf og samband sé á milli bæjar- yfirvalda og embættismanna bæjarins annars vegar og stjórnar verkamannabústaða hins vegar. Framhald á 9. síðu Verkamannabústaðir í Norðurbænum. Minnihlutinn vill gera átak í bygg- ingu verkamannabústaða en áhugi óháða íhaldsins er enginn.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.