Jólablaðið - 24.12.1931, Síða 4
4
JÓLABLAÐIÐ
1931
Hafnarfiröi
"Jólauerð!
lólauörur!
HOSMÆÐUR! Hafið hugfast að jólainnkaup yðar verður, eins
og svo oft áður, bezt að gera hjá mér.
HÚSMÆÐUR! Til minnis: Jóla-sælgæti fæst hvergi nema hjá
HAFNFIRÐINGAR! Verzlun mín er ætíð birg af góðum vör
um, sem seljast með sanngjörnu verði.
Frá Hafnarfirði
Það bezta er aldrei of gott!
Reynslan hefir sannað
að þeir, er verzla við Jón Matthiesen fá beztar vörur fyrir
lægst verð.
Ávalt nægar birgðir af ÁVÖXTUM allskonar.
‘v: JÓNJM‘ATjTHIESEN.
Sími 101 og 121.
Kjötbúð liafnarfjarðar
KJÖTDEILD: Kjötfars, fiskfars. Allskonar grænmeti.
NÝLENDUVÖRUDEILD: Allskonar nýlenduvörur.
MJÓLKURBÚÐIN: Skyr, rjómi o. s. frv.
J>OOOOOOOOOOOOOOOö<>OOOOOOOOOOÓOOOOOOöOOO|;
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOí
JÚLATRÉ
og allskonar jólavarning er nú, eins og jafnan, bezt að kaupa
hjá
Valdemar Long.
pOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOf
l>oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo)
T annlækningastofan.
Hverfisgötu 65.
Hafnarfirði.
JÓN JÓNSSON, læknir.
KÆRU HÚSMÆÐUR!
Sjálfra yðar vegna notið ávallt þann Gólfgljáa
og Skóáburð, sem sparar fé yðar, tíma og erfiði,
MANSION POLISH
er sérstaklega
drjúgur og hald-
góður og mjög létt
að »bóna» með.
Skóáburðurinn.
CHERRY BLOSSOM
skóáburður
heldur leðrinu mjúku
og vatnsþéttu, burst-
ast fljótt og gljáir
bezt.
Fæst í öllum helztu skóbúðum og verzlunum.
CHERRY BLOSSOM
skóáburður er búinn
til í hvitum, svörtum,
gulum brúnum og
rauðum lit og er ó-
viðjafnanlegur að
gæðum.
Gólfgljáinn.
MANSION POLISH
er notaður á Lino-
leum, gólfdúka,
húsgögn, aktýgi,
bifreiðar o. m. fl.
o
oT
<
3
5
cd
x*
x;
D)
C*
?D
CQ
CQ
D)‘
0)
O)
-s
<
C*
D)
9:
D)
■o
o
Framh. írá bls. 3. R Ó S I N .
sonar jarðarinnar draup eins og ólífisvökvi á blöðin og viðkvæmustu
frjóangana.
Og nú sá hún í fyrsta sinn, að undir fegurð blómanna átti hún sár-
beitta þyrna.
Manneskjurnar tvær héldu af stað; einmana og örvæntandi hrökl-
uðust þær út yfir eyðilega sléttuna — alein á óbyggðri jörðinni. Dimman
huldi þau meir og meir, og að síðustu hurfu þau út í myrkrið.
Litla rósin spilltist æ meir. Með næringunni saug hún í sig bölvun
jarðarinnar, sem smaug út í hverja hennar grein. — Þyrna og þistla átti
jörðin að bera. — Hún barðist við sjálfa sig í storminum. Með sínum
eigin þyrnum reif hún fegurstu blómin sín, svo að hvítu blöðin féllu eins
og snjódrífa í faðm jarðarinnar.
Nú komu hi’æðilegir tímar. Allt sem líf hafði, hataðist og barðist..
Alla náttúruna þyrsti eftir blóði. Lirfurnar nöguðu rætur rósanna, og
fuglar himinsins lifðu á ránum, og í hræðslu hver við annan. Villidýr
merkurinnar ýlfruðu og öskruðu og rifu hvert annað í sundur í nátt-
myrkrinu. —
Dag nokkurn kom unglingur á flótta yfir sléttuna. Hann ætlaði að
leita sér hælis bak við girðingu aldingarðsins Edens, en komst ekki inn
fyrir. Sá sem ofsótti hann, náði honum, og blóð hans rann yfir greinar
rósarinnar. Það var blóð, sem hrópaði til himins. Blóð, sem var úthellt
af hönd bróðurmorðingja. Þar sem blóðið rann, visnuðu öll blöð og blóm,
en eftir stóðu kræklóttar hríslurnar og sárustu þyrnarnir.
Litla rósin spilltist allt af meira og meira. Nú sóttist hún að eins
eftir að særa og rífa það, sem lifði, og láta hið rauða lífsafl streyma yf-
ir sig. Blómum og blöðum hennar fækkaði, en þyrnarnir uxu og urðu
beittari eftir því sem tímarnir liðu.
Og tímarnir liðu. — Aldingarðurinn Eden týndist. Allt, sem kyn-
slóðirnar byggðu, ónýttist, — stórir múrar, himinháir turnar og víðlend
ríki. — Allt, sem þær söfnuðu saman, með strangri baráttu og kvölum, og
allt, sem þær gerðu úr glitrandi sandkornum hamingju og hyllinga — fór
til ónýtis. Sjálfar kynslóðirnar hurfu, hver eftir aðra. Allt fór það sömu
leiðina — yfir þröskuld dauðans, inn í leyndardóm þagnar og myrkurs.
Rósin var það eina, sem gat ekki dáið. Hvert blað og blóm hvarf,
en þyrnarnir urðu stórir og hræðilegir. Hríslurnar börðust til og frá í
vindinum og hjuggu haíursfullar eftir öllu, sem fram hjá fór.
Rósin var það eina, sem ekki gat dáið. Litla rósin, sem einu sinni
hafði dreymt, að hún væri komin inn í garð sakleysisins, hún var nú
orðin innsigli bölvunar á dauðadæmdri jörð. Þess vegna gat hún ekki dáið.
Einn dag komu þeir og hjuggu hríslurnar af, fléttuðu þær saman í.
þyrnikórónu og þrengdu henni niður á enni dauðadæmds óbótamanns,
— óbótamanns, sem bar þyngri syndabyrði en nokkur annar, því á herð-
um hans hvíldi dauðadómur jarðarinnar.
Þyrnigreinin, sem var fléttuð um höfuð hans, sá nú yfir óteljandi
manngrúa, ráfandi í myrkri og blindaðan af hatri. Hún leit yfir mann-
kynið, sem einu sinni hafði átt heima í lundum Paradísar, en nú hafði
krossfest sjálfan konunginn. Og hún heyrði sjálfa náttúruna, í kvöl og
þrjózku, rísa öndverða gegn honum, sem nú átti að deyja. Það ýlfraði í
klettaskorunum, og eldtungur þutu gegn um næturmyrkrið. Það var sama
voðalega óveðrið og myrkrið, eins og j>egar syndin kom í heiminn.
Þá fann rósin, að hún var nátengd öllu þessu, sem hún sá og heyrði.
Að hennar eigin lífssaga, var saga jarðarinnar. Blóðþyrstir og haturs-
fullir þyrnarnir þrýstu sér dýpra og dýpra í enni Frelsarans.
Framhald á bls. 5.