Jólablaðið - 24.12.1931, Side 10
10
JÓLABLAÐIÐ
1931
Félagsbókbandið.
Ingólfsstrœti. — Sími 36. — Reykjavík.
Öll bókbandsvinna leyst af hendi fljótt
og vel. — Alltaf nægar birgðir af bók-
bandsefni fyrirliggjandi.
Sent gegn póstkröfu hvert sem er á
landinu.
ÞORLEIFUR GUNNARSSON.
••••••••••••••••••••••••••••••••••
••••••••••••••••••••••••••••••••••
Jólagjafir.
Kvæði, sögur og æfintýri
eru beztu jólagjafirnar
handa unglingunum.
Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar.
Lofið Drottinn.
Eftir C. H. SPURGEON.
Og hirðarnir sneru aftur og lofuðu og vegsömuðu
Guð fyrir allt, sem þeir höfðu heyrt og séð. (Ijúk.
2, 20). —
Hjálpræðisverkið er dýrðarljómi Drottins. Og þess
vegna eru það ekki hirðarnir eða mennirnir einir,
sem mega lofa og vegsama hann, sem var Guð, en
gjörðist maður. Nei, hver daggardropi, sem glitrar í
sólargeislunum, vegsamar hann; hvert lítið fjalla-
blóm lofar hann, enda þótt það sé svo afskekkt, að
mennirnir verði ekkert varir við ilm þess og fegurð.
Hver smáfugl, sem kvakar á steini eða grein, syngur
Drottni dýrð. Hvert lamb, sem leikur sér í haga, hver
fiskur, sem syndir í djúpum mar, ber vitni um dýrð
Drottins. Eru ekki öll dýrin Guði til dýrðar? Tign-
ar ekki öll skepnan harin? Er nokkuð undir himnin-
um, sem skorast undan að samróma undir lofsöng
skaparans, nema — maðurinn?
Og þar sem vér höfum enn meiri ástæðu nú en
endranær til að varpa oss á kné, þiggja hjálpræðið og
ganga Drottni á hönd skilyrðislaust — gjörum vér
það þá? Horfum vér löngunarfullir til Bethlehen?
Er hver maður fús til að veita jólabarninu viðtöku?
Og vilja þeir, sem það hafa gjört, ganga í þúsund-
radda-flokk og syngja:
„Lofurn GuS. Göfgum nafn Drottins. Vér höfum
séð hjálpræði hans!“
Eða ættu eyru vor að vera sljóg, munnur vor þög-
ull, og hjörtu vor lokuð, þegar jafnvel stjörnurnar
tigna hann? Eða taka ekki stjörnurnar þátt í lof-
söngnum? Er ekki eldingin að göfga hann, þegar
hún fer leiftrandi gegn um næturmyrkrið ? Eru þrum-
urnar ekki að göfga hann, þegar þær eru að trumba
hergöngulag fyrir Drotni hersveitanna? —
Syng þú, syng þú gjörvallur heimur! Þú getur ekki
sungið fegurri söng, en sönginn um holdtekju Krists.
Þótt öll skepnan geti tekið undir og göfgað Drottinn
herskaranna, verður söngur hennar aldrei nógur til
að lýsa því, að Kristur er orðinn maður; það er
meira fólgið í því en sköpuninni, meiri unaðshljóm-
ar umhverfis Jesúm í jötunni, en hjá öllum sólum
og jarðstjörnum, sem svífa tignarlega umhverfis
hástól hins alvalda.---------
Lofum því Drottinn af öllu hjarta með hirðunum!
Lofið Drottinn!
Hjálprcpðisherinn í Hafnarfirði.
Jólasamkoma á Jóladaginn, föstud. kl. 8 siðd.
Jólatréshátíð fyrir Sunnudagaskólann, sunnudaginn þ. 27. kl. 2 siðdegis.
—»— — börn (opinbert), mánudaginn þ. 28. kl. 2 síðdegis.
—»— — gamalmenni, þriðjudaginn þ. 29. kl. 2 síðdegis.
Munið eftir »Jólabaukunum« sem settir eru í búðirnar. Látið skerf í þá,
til jólaglaðnings fyrir börn og gamalmenni.
eru beztu
Jólasúpurnar
fást í matvöruverzlunum.
Ljósmyndastofa
Sigurðar Guðmundssonar,
Lækjargötn 2.
Fyrsta flokks vinna. Fullkomn-
ust tæki. Myndir teknar á öllum
tímum eítir pöntun.
Simi: 1980. Simi: 1980.
<S=»b
M
FATABÚÐIN
^ sem seltir nytsamar og góðar
jólavðrar
lægsta verðí.
& 4
J ólagj afir,
mest úrval hjá
Sigurþór.
Austurstræti 3.
Þegar þér kaupið
jólagjafir,
þá viljið þér hafa þær
góðar,
fallegar
og ódýrar.
Athugið, hvort öll þessi
skilyrði eru ekki uppfyllt
í VERSLUNIN
EGILL JAOOBSEN.
Náð Drottins.
William Booth hefir sagt: „Á pílagrímsferfr
minni hefir mikil reynsla verið hlutskifti mitt.
Ferð mín yfir haf jarðlífsins hefir oft verið
ströng. Næðingur var oft napur á bernsku- og
æskuárunum, og enn naprari eftirfarandi ár, og
síðast liðinn tíma hafa stormarnir, hver öðrufn,,
ógnað mínu valta lífsfleygi. En Guð hefir ekki yf-
irgefið mig, nei, ekki eina stund! Hann er mér
nálægari og kærari en nokkru sinni áður.
Hvílík náð, að geta borið vitni um, að Jesús er
mín vörn fram á þennan dag!
Eg verð að viðurkenna, að hin síðustu ár hefi
eg oft hugsað, hvort það myndi ekki vera vilji
míns himneska föðurs, að breyta við mig eins og
hann breytti við Job fyrrum, stilla storminn og
gefa mér blíðan byr síðasta hluta ferðarinnar. En
það lítur ekki út fyrir, að svo eigi að fara.
Verið getur, að eg nái hinni himnesku höfn
meðan ofsastormar æða. En hvort sem það verð-
ur sólskinsblíða eða fellibylur, vil eg, fyrir Drott-
ins náð, ávallt stefna að hinni himnesku strönd,
þar sem ástvinir mínir, sem á undan eru farnir,
bjóða mig velkominn, og á landinu himneska
fagna eg yfir öllum stormum, sem mættu mér á
lífsleiðinni“.