Jólablaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 8

Jólablaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐIÐ 1931 Hotið eingöngu 5ólarljós d lampa yðar og suðuuélar. Hið islenzka steinolíuhlutafélag. 5ímnefni: 5teinolía — Petroleum. • týndi litla stúlkan mín þær handa mér — hún María litla — en nu — ó, hvað hefi eg gjört!“ Ida svaraði í svo lágum róm, að engin gat heyrt hvað hún sagði, nema frú Weber. Eg veit ekki hverju hún svaraði; en það sem hún sagði mömmu sinni, átta dögum seinna, hefi eg heyrt. Það var gamlárskvöld. — Ida átti „frí“. Nú kveikti frú Larsen í fyrsta sinn á jólatrénu, sem hún hafði skreytt handa barninu sínu fyrir að- fangadagskvöld. — Meðan jólakertin smá loguðu upp, sátu þær, móðir og dóttir, og töluðu saman. „Ó, mamma“, sagði Ida. „Þegar eg í dag kraup við dánarbeð frú Weber og sá, hvílíkur friður hvíldi yfir ásjónu hennar, og vissi, að hún kvaddi þetta líf í sælli trú á Guð og með fullvissu um, að ná landinu, þar sem synd og sorg ekki þjáir, þá varð eg aftur og aftur að þakka Guði fyrir það, að hann skyldi leyfa mér að flytja þessari sorg- mæddu sálu kærleiksilinn frá honum sjálfum. Eg verðskuldaði það alls ekki, vegna þess, að eg mögl- aði yfir því, að fá ekki að vera heima hjá þér á aðfangadagskvöld“. „Já, Ida mín, það er gott að eiga þann Guð, sem ekki launar eftir afrekum okkar; þá yrði lítið úr laununum, — indælt er að vita, að allt er af náð“. Nú þögðu báðar og hlustuðu, og þær heyrðu óm kirkjuklukkunnar, sem boðaði, að enn rann upp nýtt náðarár Drottins yfir jörðina. (S. G. þýddi). GUÐ ABRAHAMS O í gamalli austurlenzkri þjóðsögu er sagt svo frá. — Kvöid eitt sat Abraham fyrir utan tjalddyr sín- ar, kom þá til hans ókunnur vegfarandi og bað um næturgreiða. Abraham bauð honum inn fyrir og tilreiddi honum góða máltíð, og hinn ókunni maður tók strax til matar. „Þakkar þú ekki Guði himins og jarðar fyrir matinn, áður en þú ferð að borða?“ spurði Abra- ham. „Eg þekki ekki þinn Guð“, anzaði hinn um leið og hann tók upp úr vasa sínum skurðgoðamynd. Abraham stóð upp í mikilli bræði og sagði: „Eg vil ekki vera í tjaldi með skurðgoði". Að því búnu rak hann mannin út. Um nóttina, á meðan Abraham svaf, kom Guð til hans og spurði: „Hvar er ókunni maðurinn, sem eg sendi til þín?“ „Eilífi Guð“, svaraði Abraham, „hann vildi ekki þakka þér fyrir matinn, og þess vegna rak eg hann út“. Þá sagði Guð: „Abraham! í mörg ár hefi eg haft þolinmæði við þennan mann, — en þú gazt ekki umborið hann eina nótt“. Abraham vaknaði og flýtti sér út úr tjaldinu til þess að leita að manninum, og þegar hann fann hann, sagði Abraham við hann: „Guð minn sagði mér að fara og sækja þig“. ókunni maðurinn horfði undrandi á Abraham og sagði: „Þinr. Guð er þá miklu betri en minn Guð, því að hann sagði: — Brenndu tjaldið hans Abrahams niður til ösku. En kenndu mér nú að þekkja þinn Guð, eg vil þjóna honum“. 30 3BE El[^ \ Spænskíi skyrttirnar eru nú komnar aftur í fjölskrúðugu úr- vali. Sniðnar eftir okkar vexti. Enn fremur nýkomið: Matrósaföt og frakkar á drengi. Vetr- arfrakkar á unglinga og fullorðna, sér- lega vandaðir. Hattar — Húfur. Vetr- arhúfur. Hálstreflar úr ull og silki. Nær- fatnaður, fjöldi tegunda. Flibbar — Hálsbindi. Sokkar, feikna úrval. Nokkr- ir karlmannafatnaðir, heimasaumaðir, tækifærisverð. Margar vörur, hentugar til tækifærisgjafa, svo sem ilmvatnskass- ar Og sérstök glös, vasaklútakassar O. fl. Allt nýtísku vörur. Verðið mjög lágt. — Skoðið jólavörurnar. !=ie Andrés Andrésson, Laugaveg 3. 3BS J m IMl M W iðiavorarnar m iMl w okkar eru að venju beztar og ódýrastar. M m m BHiiiSI M F3 M m Regnfna'kkan, | mjög vandaðir, allar siærðir. 10—15°/0 afsláttur til nýjárs. G. Bjarnason & Fjeldsted 1 Ter varkár i oröum. i Varastu að nota meiðandi orð. Hver einasti maður hefir sínar sorgir og byrðar að bera og margir örmagnast undir þeim. Oftast eru það miskunnarlausir dómarar, smá aðdróttan- ir, kuldalegt tillit og laununga mál, sem hvísluð eru hér og þar, sem draga menniiia niður í hyldjúp vonleysisins. Við ættum að muna það, að allt sem við segjum hver um annan — leynt eða ljóst, — eru ekki dauð heldur lifandi og hraðskreið orð, sem fæða af sér önnur — orð, sem hafa þýðingu vegna þess, að þau særa oft dýpra en margur hyggur. Þvílík orð hafa eyðilagt fleiri mannslíf heldur en sjálf ógæfan sem mætti þeim. Þegar óhamingjan hefir hent mennina — verð- skuldaða eða óverðskuldaða — þá þurfa þeir stoð. meðbræðra sinna. Að eins örfáir menn eru færir um að bera sorgir sínar aleinir, og þegar þeir svo í stað hluttekning- ar mæta andúð, já, máske jafnvel fyrirlitningu, þá er eins og sé dreginn úr þeim allur þróttur, — þeir örmagnast. Orð geta sært dýpra og sárara en nokkurt tví- eggjað sverð. Þótt orðin, sem töluð eru, komi ekki beint frá hjartanu, þá ná þau samt til hjarta þess, sem talað er við eða um. Látum okkur reyna að hafa það hugfast, að ekk- ert orð er eins lifandi eins og það sem særir. Oftastnær eru þvílík orð töluð í hugsunarleysi og léttúð, eða þá í augnabliks geðshræringu. eru alltaf beztar

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.