Liljan - 01.06.1916, Page 7

Liljan - 01.06.1916, Page 7
L I L J A N 49 var tveimur sagt að verða eftir. Caroll kallaði á Gas- kell, yfirbókarann inn í instu einkaskrifstofuna. í fremri skrifstofunni hafði Hastings boðið Thorne hin- um unga að fá sér sæti. Þar varð hann að biða þangað til eldri verzlunareigandinn hafði lokið samtali sínu við Gaskell. »GaskelI«, sagði Mr. Caroll, »ef við hefðum farið að yðar ráðum, og látið alt ganga eins og það gekk meðan pabbi var á lífi, þá hefði þetta aldrei komið fyrir. Það hefir ekki komið fyrir, en við fengum dágóða lexíu. Og hér eftir förum við hægt en höldum beina leið. Við þurfum ekki yðar með til að kenna okkur það. Við viljum að þér farið og fáið frí í mánuð. f’egar eg hélt að við værum að fara á höfuðið, afréð eg að senda börnin ásamt kenslukonunni í sjóferð, til þess að þau sæu ekki blöðin. En nú þegar eg get aftur litið framan í þau, get eg ekki án þeirra verið; eg gel ekki látið þau fara. Ef þér og konan yðar viljið bregða ykkur í sjóferð til Nýja Skotlands og Quebec, þá getið þið verið í káetun- um, sem eg pantaði handa krökkunum. Það er kallað konungskáetan, hvað sem það nú á að þýða; og ferðin stendur yfir í rnánuð. Skipið fer í fyrramálið. Sofið þéi nú ekki of lengi því að þá getið þér orðið af því«. Yfirbókarinn stakk farmiðunum í vasa innan á vest- inu sínu. Hendur hans skulfu og þegar hann svaraði skalf rödd hans einnig. »Verða af skipinu«, hrópaði hann. »Ef það ætlar á undan okkur Maríu verður það að fara strax. Við för- um uin borð í kvöld«. Hálftima síðar lá María á knjánum við að láta ofan í ferðakofortið, en maður hennar var að síma í lyfja- búðina eftir sjósóttarlyíi.

x

Liljan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.