Kirkjublað - 01.11.1933, Qupperneq 9
KIRKJUBLAÐ
5
Þessu hefir fylgismönnum Lúthers á öllum timum hætt til
að gleyma og með því hafa þeir einatt unnið kenningu
hans margvíslegt tjón. Heilsteypt kenningarkerfi hefir Lút-
her aldrei eftir sig látið, og þvi hafa menn einatt tekið
hann »sér til inntektar«, þar setn sízt skyldi, t. d. með því
að vilja binda sig og aðra við hitt og þetta, sém hrotið
hefir úr penna hans við ýmis tækifæri, þótt ekki skifti
neinu verulegu máli fyrir heildarskoðun hans og Lúther
sjálfur hefir sízt ætlazt til, að menn bindu sig við.
Hvað er það þá, sem veldur þvi, að Lúther hefir orð-
ið sá öndvegishöldur þeirra alda, sem liðnar eru frá því,
er hann var uppi, sem öllum kemur saman um, að hann
geti með réttu talizt?
Ekki sem lærdómsmaður, ekki heldur sem rithöfundur
hefir Lúther velli haldið fram á þennan dag, heldur fyrst
og fremst sem spámaður í þessa orðs réttu merkingu.
Spámannlegt eðli hans er ráðningin á leyndardómi per-
sónuleika hans. Því að hér er um leyndardóm að ræða. Við
það hljóta allir að kannast, sem kynnast Lúther eins og hann
birtist ekki aðeins i athafnarlífi sínu, heldur einnig í ritum
sínum. Hann er ekki eins og fólk flest. Þetta hafa jafnvel
svæsnustu óvinir hans orðið að kannast við. Og sumir
hafa þá líka gripið til þess óyndisúrræðis, að vilja ráða
leyndardóm persónuleika hans með því að bera honum á
brýn, að hann »hefði illan anda«. Þannig kemst Grisar
kristmunkur að þeirri niðurstöðu um Lúther, i miklu þriggja
binda riti um hann, að hann hafi verið »villuandi afvega-
leiddur af djöflinum, heiminum og holdi sínu«. Og þó er
Lúther það mikilmenni andans í augum þessa stórlærða
mótstöðumanns síns, að hann neyðist til að bera hann
saman við hina viðurkenndu kennifeður kirkju sinnar!
Annan mælikvarða kemur honum aldrei til hugar að leggja
á Lúther! En jafnvel ekki sá mælikvarði hefir nægt hér.
Leyndardómur persónuleika Lúthers hefir reynzt of djúpur
eða of hár. Andstæðurnar í skapgerð hans eru þá líka
«inatt svo átakanlegar, að undrum sætir. »Hann er hvort-
*veggia í senn, draumlífur spekingur og skörungur til at-