Kirkjublað - 01.11.1933, Qupperneq 14

Kirkjublað - 01.11.1933, Qupperneq 14
10 KIRKJUBLAÐ þeir gera þá kröfu til allra, að trú þeirra starfi í kærleika og nái til alls í lífi þeirra. Til þess þurfa menn að gefast Kristi af öllu hjarta og hafa hann í öllu að leiðtoga lífs; síns. En slíkt er ekki unnt, segja þeir, meðan syndin fjar- lægir menn Guði og er því til fyrirstöðu, að þeir geti öðlazt kraftinn frá hæðum. Þess vegna ríður á þvi, að játa syndir sínar fyrir Guði og einnig fyrir mönnum og bæta eftir megni fyrir allt það, sem öðrum hefir verið rangt gert. En synd er allt það, segja þeir, sem skilur menn frá Guði og fjarlægir þá mönnum eða myndar djúp milli manna. Slíkt djúp hverfur, þegar menn játa fyrir öðrum brot sín og bresti og bæta fyrir þau með aðstoð Guðs anda. Minna telja þessir menn vert um ólíkan skilning á trúarsannindum kristindómsiris, og hvetja því hvern og einn til að vera í því-kirkjufélagi, sem honum gezt bezt að, í samræmi við uppeldi hans og trúarreynslu. Það er áhrifaríkt að lesa bækur um þessa nýju trúar- hreyfingu. Merkastar bóka þeirra, er um hana hafa verið ritaðar á ensku, eru »Life-Changers« eftir Harold Begbie (þýdd á dönsku: »Forvandlede Mennesker«), »For sinners only« eftir A. J. Russell (þýdd á dönsku: »Kun for Syn- dere«), og eftir sama höfund: »One thing I know«, er kom út í júlí í sumar. Fyrnefnda bókin eftir Russell kom fyrst út í júlí 1932, en var í júlí í sumar komin út í 14 útgáfum og höfðu þá selzt um 120 þúsund eintök af ensku útgáfunni, auk þýðinga á ýmsum málum. Trúarhreyíing þessi hefir nú náð til margra landa og fest rætur í öllum álfum heims. Sumarið 1933 komu full- trúar hreyfingarinnar saman í Oxford á Englandi, alls um 5 þúsund manns. Voru þeir frá flestum löndum í Evrópu, en einnig frá Ástralíu, Indlandi, Tyrklandi, Egiptalandi, Kína, Suður-Afríku og Ameríku. Menn af öllum stéttum þjóðfélagsins voru meðal fundarmanna, en flest var þó af ungum menntamönnum háskólagengnum. Landar vorir í Ameríku hafa haft tækifæri til að kynn- ast hreyfingu þessari og er á hana minnzt í nýkomnu sept- emberblaði »Sameiningarinnar«. Þar stendur: »Svo virðist

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.