Kirkjublað - 01.11.1933, Síða 15

Kirkjublað - 01.11.1933, Síða 15
KIRKJUBLAÐ 11 sem áhrif hreyfingar þessarar hafi orðið mjög víðtæk i Canada; frá hafi til hafs eru smáhópar að starfi innan mismunandi mótmælenda kirkna, og vænlegir til mikillar blessunar og endurnýjaðs trúarlífs. Margir prestar hafa orðið fyrir mikilli blessun af hreyfingunni og viðurkenna það fúslega; ný tilfinning um nálægð Guðs, ný löngun til þess að öðlast fullkomnara trúarlíf hreyfir sér i hjörtum karla og kvenna víðsvegar í kristilegri kirkju — og and- Iega kreppan innan kirkjunnar fer þverrandi. Andi Guðs svífur yfir vötnunum og veitir nýtt líf.« Vonandi gefst síðar tækifæri til að skýra nánar frá hreyfingu þessari í blaði voru. Hér skal að lokum aðeins lögð áherzla á þetta: Ef ekkert af krafti frá hæðum birtist í Iífi einhvers manns, sem telur sig trúaðan, má hann vera viss um, að trúarlif hans er sjúkt á einhvern hátt. Ef trúin hvorki reynist styrkur til að bera byrðar lífs- ins, né hjálp á betrunarbraut mannsins, né máttur til góðra afskifta af öðrum — þá er hún sjúk eða veikluð. Heilbrigð trú gerir manninn »hljóðan fyrir Drottni«, svo að hann geti orðið farvegur kraftarins frá hæðum og á þann hátt samverkamaður Guðs i þjónustu hins góða. Sigurður P. Sivertsen. Fréttir. Oxford-hreyfingin nýja, sem getið er um hér að framan í grein prófessors Sigurðar P. Sívertsen, vekur stórmikla athygli um þessar mundir. Síðustu mánuði hefir fjöldi manna undir forustu dr. Frank Buchmans unnið að því að vekja íbúa Lundúnaborgar til kristilegs lifs. í þeim til- gangi hafa þeir haldið guðsþjónustur og útbreiðslu-samkomur viðs- vegar um borgina, sem þúsundir manna hafa tekið þátt í. Auk þess vinna »hermenn« (campaigners) hreyfingarinnar að því að vekja kristinn hugsunarhátt lijá einstaklingunum með einkaviðtölum. Hafa þeir tilkynnt, að þeir taki á móti fólki til viðtals víðsvegar um borg- ina á þekktustu gistihúsunum. Enska blaðið Daily Mail hefir eftir- farandi orð eftir einum þeirra: »Vér búumst við þvi, að barátta vor í framtíðinni verði einkum i því fólgin að snúa oss til einstakra

x

Kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.