Ljósvakinn - 01.11.1925, Page 6

Ljósvakinn - 01.11.1925, Page 6
86 LJÓSVAKINN — hjer finnum vjer öllum sannleik- anum haldið fram i fáum orðum. í þeim finnum vjer föðurinn, hina guð- dómlegu visku, frá hverjum allir hlutir koma. í þeim finnum vjer soninn, »Logos«, sem opinberar föðurinn, er í- mynd veru hans og sýnir heiminum eðli hans. Og í þeim finnum vjer and- ann, sem »kennir alt og minnir á alt«. Þessir eru þrír, en þó eitt. Guðdóm- urinn er persónlegur og raunverulegur, en þó eitt. Frá þessum guðdómlega persónleika út gengur öll viska, allur kraftur og öll sannindi. En það má ekki blanda Guði saman við hluti, sem hann hefir skapað; því að hann er per- sónuleg vera en kemur ekki fram sem persóna í náttúrunni. S. F. „Aldrei þekti jeg yður“. Eitt alriði er oss öllum sameiginlegt áhugamál, og vjer getum ekki komist hjá því, að veita því atbygli vora hvort sem vjer viljum eða ekki. Vjer vitum allir, að þetta líf er, jafnvel þegar best lætur aðeins örstutt, og sú spurning, sem ósjálfrátt kemur stöðugt upp í huga eins og sjerhvers er þetta: Hvað mun framtiðin bera i skauti sinu? Á meðan frelsarinn dvaldist hjer á jörðinni, lýsti hann með fáum en skýr- um orðum ástandinu eins og það mundi verða á efsla degi. Hann sagði: Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vjer ekki spáð með þínu nafni, og höfum vjer ekki rekið út illa anda með þínu nafni, og höfum vjer ekki gjört mörg krafta- verk með þínu nafni? Og þá mun jeg segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekti jeg yður; farið frá mjer, þjer sem fremj- ið lögmálsbrot!« Matt. 7, 22. 23. Drottinn leiðir athygli vora að »þeim degi« og þar með á hann við hina al- varlegu stundu, þegar allir innbyggend- ur jarðarinnar fá laun sín. En tökum eftir hinum miklu vonbrygðum, sem »margir« verða fyrir sem segjast hafa spáð i Drottins nafni. Þeir hafa jafnvel ímyndað sjer að þeir hefðu vald til þess að reka út illa anda, og þeir eru fyllilega sannfærðir um að þeir hafi gjört mörg kraftaverk fyrir Drottin. En vjer skulum taka eftir hinu ákveðna svari sem þessir sjálfblektu menn fá: »F*á mún jeg segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekti jeg yður; farið frá mjer, þjer sem fremjið lögmásbrot!« Hjer höfum vjer fyrir oss menn, sem iðka órjettlæti, óguðleika og lögmálsbrot. F*eir bera kristið nafn og »játa góðri játningu«, en Kristur segir, að hann hafi aldrei þekt þá. Samt sem áður hafa þeir sjálfir haldið, að þeir gætu spáð, rekið út illa anda og gjört mörg krafta- verk í Krists nafni. Drottinn var aldrei með hótanir rjelt út í bláinn. Hann talaði aldrei nein ó- nauðsynleg orð. Þessi ofanrituðu orð Heilagrar ritningar innibalda mjög al- varlega vlðvörun til allra, sem nefna sig kristnu nafni. Vjer þurfum að hafa það skýrt fyrir oss, að það er eitt að bera kristið nafn og játa Krist með vör- unum og alt annað að vera fyltur þeim krafti, sem framkvæmir kraftaverk í mannslífinu með því, að umbreyta hjartanu. Mjög margir halda, að þetla, að lækna sjúka og lífga dauða sjeu meslu kraftaverkin. Vissulega er það mikið að vera læknaður af sjúk- dómi með Guðs krafti, en þó er miklu

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.