Ljósvakinn - 01.11.1927, Page 6

Ljósvakinn - 01.11.1927, Page 6
54 LJÓSVAKINN feikna brestum. Einn hinna særðu hvíslaði einhverju að yfir- bjúkrunarkonunni, sem var að bjástra við aö hjálpa deyjandi rnanni, er Iá yst út við dyrnar. »Þeir skjóta líklega ekki á rauða krossinn, systir«, sagði hann, »við erum sennilega ör- ugg undir flagginu«. Bros hennar gerði hann ró- legann. Hinn ungi herforingi, sem stóð í dyrunum, spurði hvort það væri nokkuð, sem hann gæti hjálpað með. »Farið ekki«, sagði hún lágt, »ég þarf á hjálp yðar að halda«. »Viljið þér komast héðan«, spurði hann með hægð. Hún leit á hann en svaraði ekki. »Fyrirgefið«, sagði hann, »ég skil að þér getið ekki yfirgefið þá, en er það nokkuð sem ég gæti hjálpað yður með?« »Á þakinu er flaggstöng með snúru í en engu flaggi. Skiljiö þér mig? Ekkert rauðakrossílagg og stórskotahríðin er byrjuð. Það liggur á. Þér verðið að út- vega mér flagg«. Hinn ungi herforingi varð ráðalaus. »Mér þykir það mjög leill, en ég hefi ekkert rauðakrossflagg«. wÞá verðið þér að búa til flagg handa mér. Fað eru á annað hundrað særðir menn í húsi þessu. Reynið að hafa einhver úrræði. Fér verðið að útvega flaggið«. — — — »Látið mig hafa lak og nokkur sjúkra- bindi og nokkra títuprjóna, — marga títu- prjóna!« Hann fékk það sem hann bað um. Svo dýfði hann bindunum í blóðpollana á gólf- inu og festi þau á hið hvíta lak. Menn að dauða komnir hoifðu á hann undrand , Eg hryggur kem með háa sekt og harðan efa og sára nekt til þin, sem bœlir bölið /rekt, ó Jesú, Ijú/a lambið Guðs«.. og margir særðir snéru sér við, til þess að sjá hvað hann væri að gera. Síðan hjálpuðust herforinginn og hjúkr- unarkonur að því að festa þetta flagg við flaggsnúruna á þakinu — og flaggið varð dregið upp. Vindurinn breiddi úr því, og hinn rauði kross sást á hvítum feldinum. Sprengikúlunum rigndi yfir borgina, en í þessu bráðabyrgðarsjúkrahúsi voru hinir særðu öruggir, verndaðir afeigin hjartablóði.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.