Ljósvakinn - 01.11.1927, Síða 13
LJÓSVAKINN
61
andi manns fyllist ótta. T. d. þegar hann
hugsar um það, að Ítalía hugsar sér að
hafa standandi her, sem nemi 5 miljón-
um næstu fimm ár og að Bandaríkin í
Norður-Ameríku ælla sér að auka her-
varnir sínar með 1000 loflskipum næstu
árum. Hlutfallslega mætli telja upp hjá
flestum löndum heimsins. Það fer ekki
hjá þvi að þvílíkar fregnir skapa óróa í
hugum manna og verka niðurdrepandi á
einstaklingana. Meðan þessar menningar-
þjóðir eru að hervæðast, er Kína að
gagnbreytast frá því sem var fyrir nokkr-
um áratugum. Ný þjóð er að fæðast —
nýtt Kína, er að að koma á sjónarsviðið
— þjóð, sem allir verða að taka tillit til.
Kína hefir tekið stórkostlegum framför-
um á síðari árum — og einkum hafa
framfarirnar verið örlaga-þrungnar sið-
an 1918. Hinn guli kynflokkur hefir
ekki gleymt hvernig hvítu þjóðirnar hafa
undirokað þá. Opíumsstríðið milli Kína
og Englands er ritað með blóðugum stöf-
um í sögu Kinverja og hið bælda hatur,
vegna þess að Kínverjum var þröngvað
til þess að taka á móti ópíum-eitrinu,
blossar nú upp og hrópar á hefnd.
Bókin, sem allur fjöldinn hefir lagt á
hylluna og hefir að eins til málamynda í
hyllum sínum talar meðal annars greini-
lega um það að hinar austrænu þjóðir
munu vakna — Biblían talar um konung-
ana frá sólaruppkomustað, að dag nokk-
Kinverjar hafa hriðskotabyssur.
Kinverskir hermenn.
urn muni þeir rétla sínum vestrænu félög-
um höndina, ekki i vináttuskyni, heldur
til þess að þakka þeim fyrir siðast með
hræðilegu blóðbaði. Þess verður ekki langt
að bíða að Kína standi tilbúin með heri,
sem nemi tugum miljóna — og með ný-
tísku morðvélum, sem núlima-vísindin
leggja svo mikinn skerf til að framleiða.
Þegar Kína hefir komið öflugri stjórn á
hjá sér, mega hin ríki heimsins bera virð-
ingu fyrir þeim fjölda hermanna, sem það
gæti sent frá sér vestur á bóginn.
Hvað ætli það hafi nú að þýða að vera
grufla út i þetta, hugsar margur. Kæru
vinir! Hafið þið ekki hugsað út í það, að
allar þessar byltingar og undiibúningur
undir strið — talar skýrt mál — og varar
okkur með greinilegum áherslum við því
að við þurfum að vera reiðubúnir að mæta
slíku — þessari bylgju, sem veltir sér þá
og þegar yfir löndin, með öllum sinum
hræðilegum afleiðingum. Takið eftir að alt
þetta bendir ykkur á að þið gerist tilbúin að
mæta. Mæta hverju? Getur maður annað en
beðið átekta? Það er meira og alvarlegra á
ferðum en það að stærsta heimsstyrjöldin er
í aðsigi: Hið illa í heiminum er að gera síð-
ustu tilraunina til að afvegaleiða og eyði-
leggja mannkynið. Verk syndarinnar er bráð-
um á enda. Þetta alt er forboði morgunsins,
sem bráðum rennur upp þeim, sem vænta
Drottins sins og Frelsara komandi í skýjum
himins. Vænta konungs konunganna, sem
mun binda enda á allar þessar djöfullegu