Ljósvakinn - 01.11.1927, Page 16

Ljósvakinn - 01.11.1927, Page 16
84 LJÓSVAKINN Hin dásamlegu verk GuÖs. Menn geta neitað tilveru Guðs og gert grin að þeirri hugmynd að eilífur Guð sé til, en þeir geta ekki neitað verkum hans eða neitað tilveru náttúrulögmálsins, sem hann hefir lagt inn i verk sín, skaparinn allra liluta. Náttúrunni er stjórnað af vissum lögum og tilvera vor er einnig komin undir hlýðni við þau, sem umkringja oss á allar hliðar. Við sjáum þau hvar sem við lítum með eftirtekt. Losni epli af trénu svífur það ekki í loftinu né kastast út i himingeiminn. Það fellur lil jarðar. I’að er lögmál náttúrunn- ar, sem hér ræður. Menn kalla þetta þyngdarlögmál. Það er hinn voldugi að- dráttarkraftur, sem vísindin geta ekki út- skýrt fullkomlega, og sem nær með áhrif- um sínum út yfir það nærliggjandi og sýnilega — það er sami krafturinn, sem heldur jörðinni á braut sinni kringum sól- ina. Án þessa kraftar yrði alt ein ringul- reið, sem endaði í eyðingu hnattanna í himingeimnum. En þetta sem menn kalla þyngdarlögmál er að eins annað orðatil- tæki yfir kraft Guðs, sem talað er um f orði hans. f*að er ekki hin lága náttúra, sem hefir þenna krafl í sér, er kemur fram sem lögmál fyrir sjónum vorum, heldur gengur þessi kraftur út frá Guði, er heldur öllu í skefjum með orði máttar síns, og fyllir alt í tilverunni hvert eftir sinni tegund. Hveitiplantan framleiðir ekki kartöflur, og kornplanta framleiðir ekki epli. Sérhver jurt framleiðir sæði eftir sinni eigin teg- und, því það er samkvæmt náttúrulögmál- inu, sem Drottinn lagði inn í jurtirnar þegar hann sagði: Láti jörðin af sér spretta græn grös, sáðjurtir og aldintré, sem hvert beri ávöxt eftir sinni tegund með sæði i á jörðinni. (1. Mós. 1, 11.). Kraftur þess orðs, sem talað var fyrir 6000 árum opinberast enn þann dag í dag. Það orð mun áfram vera að starfi, og öll náttúran mun hlýða því. Það er líka kraft- ur i orði Guðs til þess að umbreyta eðli og lifi manna. Pegar þetta orð er gróður- sett f hjörtunum mun það framleiða ávöxt eftir sinni tegund. Það framleiðir ávexti, sem eru af anda Guðs. Það er dásamlegt að taka eftir þeirri breytingu, sem kraftur þessa orðs kemur til leiðar, í hjörtum mannanna. Ef við gróðursetjum orð sannleikans mun ávöxtur fagnaðarboðskaparins koma í ljós f allri sinni fegurð. Drykkjumaðurinn tekur breyt- ingu frá þvf sem hann var og verður reglu- maður. Ræninginn og þjófurinn taka og breytingu og bætta við fyrra liferni sitt. Hinn hranalegi og ókurteisi verður þolin- móður og mildur, og hinn forherti snýst til þess að viðurkenna Guð, og alisstaðar koma sömu áhrif f ljós. Þar sem Guðs orð festir rætur, breylist jafnvel hinn svarti heiðingi eftir mynd Krists. Heiðinginn, sem er orðinn viltur i hjátrú og hleypidómum verður að sönnum kristnum manni. Breyt- ingin verður svo gagn ger að jafnvel and- litssvipurinn breytist. Guðs barn er á öll- um sviðum öðru vfsi en heimsmaðurinn.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.