Ljósvakinn - 01.08.1928, Qupperneq 8
30
LJÓSVAKINN
guðdómlega fræ sannleikans í hjörtum
þeirra. Allir þessir kristniboðar, hverrar
stöðu sem þeir eru, haía hið sama hlut-
verk, sem er að vinna að því að hinn
frelsandi kraftur fagnaðarboðskapar Krists
megi framkvæma verk silt í hjörtum mann-
anna hvarvetna.
Ungir menn og konur eru fúsir
til að fara.
Útvalning og embættisskipun þessara
ungu manna til kristniboðsstaifseminnar i
fjarlægum löndum er sérstaklega skemti-
legt hlutverk. Áhuginn sem kemur í ijós
hjá þeim, er kallið kemur til þeirra, og
fúsleika þeirra að ganga út í starfið sýnir
svo að undrun vekur og sérstaka athygli,
hversu þeir eru gagnteknir af óeigingjörn-
um kristilegum anda. Hin árlega útsending
slíks fjölda kristniboða og kostnaðurinn
sem skiftir milj. króna við að halda uppi
þessum kristniboðsfyrirtækjum gerir nýja
kröfu til meðlima vorra og vina í heima-
löndunum. Hin árlega innsöfnun vor í
þetta sinn er hafin með bænum vorum
um, að Guðs andi megi þannig skýra hin
dýrðlegu tækifæri sem nú gefast hjörtum
þeirra, sem lesa þessi hróp, að hjálp þeirra
þetta árið verði enn meiri en áður og
þannig styðja að því, að hið mikla verk
fagnaðarboðskaparins komist út til fleiii
af hinum dimmu svæðum jarðarinnar.
C. K. Meyers.
Heiðnum guðum er hafnað.
Indland þarfnast Krists, hann einn gelur
læknað böl þess og fullnægt þörf sálarinnar.
Hér er það, að kristindómurinn opinberast
í krafti sínum. Hinir blindu fá sjón, mál-
haltir mæla og
fátækum er boðað
fagnaðarerindið.
Hinir fyrri lifn-
aðarhættir eru að
hverfa, hjálpin
liggur að kalla má
í loftinu, og vér
sjáum móta fyrir
nýju lífl.
Vakanankodu
er að eins eitt af
700 þús. sveita-
héruðum er finn-
ast á Indlandi. Hindurvitnatrúin hélt fólk-
inu hér föstu í miskunarlausum fjötrum.
Vér byrjuðum vort fyrsta starf hér með
því, að setja á stofn kvöldskóla, og vér
höfum þegar séð launin fyrir starf vort.
Gömlum hjáguðum og siðvenjum er hafnað.
í þessu béraði er bróðir Meyyalaga að
nafni, hann hefir tilbeðið alla þá guð-
dóma er finnast í siðakerfi Hindúa,
hundrað þúsund að tölu, en hans hungr-
aða og þyrsta sál
fékk þar enga
hugsvölun; þorsti
hans var sem
söngvarans í ís-
rael, eflir hinum
sanna og lifanda
Guði, og í dag
fylgir hann og
fjölskyldan fagn-
aðarerindi Jesú
Krists.
Vinir, í Ind-
landi eru miljón-
ir og aftur miljónir af slíkum; þá þyrstir
eftir hinum lifandi Guði, jafnvel þó þeir ekki
til fulls séu þess miðvitandi. Hvað eigum vér
að gera? Eigum vér að leiða þá til hinnar
sönnu lífslindar, eða eigum vér að láta þá
þyrsta framvegis og deyja úr þorsta?
»Oss langar til að sjá Jesúnm.