Ljósvakinn - 01.08.1928, Síða 13
35
LJÓSV.AKÍNN
kastali kaþólskunnar, landið helga hefir
að geyma ýmislegt, sem kristnir menn líta
til sameiginlega og í Arabíu finnum við
hina múhameðisku helgidóma í Mekka og
Medína.
Hingað til hefir lítið verið gert að því
að starfa að trúboði meðal hinna mörgu
miljóna, sem taldar eru múhameðstrúar.
Og starfið má beita að eins að byrja í
Afríku meðal heiðingjanna þar. Allstaðar
eru manneskjur, sem vanta þekkinguna á
Guði, sitja í skugga dauðans og vita ekki
hvert þær eiga að snúa sér til þess að fá
hjálp. í Afriku og Persíu getur maður
ferðast svo dögum skiftir án þess að hægt
sé að finna nokkurn kristinn trúboða inn-
lendan eða útlendan. Pessi stóru svæöi,
sem vanta slíka hjálp sitja í andlegu myrkri
og innbyggjarnir kalla: Komið yfir . . . og
hjálpið okkur.
Sannarleg þörf.
Pegar maður heimsækir þessi svæði finn-
ur maður til vegna þess sorglega ástands
sem þar rikir. Hin framúrskarandi mikla
vanþekking, talar hinu skýra máli, að
skóla þurfi að setja á slofn til þess að
fólkið fái uppfræðslu um hinn rétta veg
til Jesú, sem er ljós heimsins og upplýsir
hvern þann sem kemur til hans. Líkam-
leg eymd, sem er afleiðing ýmissra sjúk-
dóma og ekki síst aíleiðing af starfi galdra-
manna og töfralækna talar til manns að
hér þurfi læknatrúboðið að koma til skjal-
anna. Hið sorglega ástand andlega meðal
heiðingjanna, sem tilbiðja hjáguði í ýmsum
myndum og eru haldnir illum öndum —
og sem er eins sorglegt — sýna opinber-
lega vantrú og guðsafneitun, minnir menn
á að hér vanta menn og konur, sem brenna
af áhuga í því að frelsa aðra frá valdi hins
illa og sýna þeim kærleika Krists.
Þetta alt tilheyrir kröfum tímans. Og
þýðingarmiklar spurningar vakna hjá
manni: Hvernig afstöðu á eg að taka
gagnvart þessum staðreyndum? Hvað ber
oss að gera, sem lifum undir svo miklu
betri kringumstæðum, og sfm eigum kost
á að tileinka oss öll þau gæði og forrélt-
indi, sem fagnaðarerindi Krists hefir að
bjóða? Hvað eigum við að gera?
W. E. R.
Hverju eigum vér að svara?
í norðurhluta Mið-Afríku, í Perú og öðr-
um nærliggjandi löndum Austurlanda getur
maður ferðast dag eftir dag, fram hjá hverju
þorpinu á fætur öðru, án þess að verða
var við einn einasta krislinn trúboða, hvorki
evrópiskan né innfæddan. Hugsaðu þér hin
stóru umdæmi — gríðarstóru svæði, sem
enn hafa farið á mis við kristileg áhrifl
Fólkið lifir í myrkri og vanþekkingu og það
kallar á oss og biður að vísa sér á veg-
inn til frelsis.
Fyrir stuttu síðan kom höfðingi einn
til kristniboðsstöð var vorrar frá héraði,
sem lá mörg hundruð kílómelra burtu
þaðan og sárbað um kennara, sem gæli
uppfrælt fólk hans. Kristniboöinn hafði
engan kennara til að senda. Pað var
álakanlegt að sjá þennan aldraða höfð-
ingja snúa til baka, hryggan í huga með
vonir sínar niðurbrotnar.
í Abessiniu eru yfir 10 þús. persónur,
sem nýlega hafa sagt skilið við Múhameðs-
trúna og þreifa sig nú áfram til Ijóssins.
Til þess að nota spádóminn forna: Peir
teygja bókstaflega sagt út hendurnar eftir
Guði. í þessum löndum eru akrarnir hvít-
ir til uppskeru, og hin dýrmætu bundin
eru tilbúin til samansöfnunar, en það er
enginn til þess að vinna að uppskerunni.
Peir sárbiðja oss um starfsmenn. Hverju
eigum vér að svara?
W. E. Read.
kristniboðsritari.