Ljósvakinn - 01.11.1928, Page 10

Ljósvakinn - 01.11.1928, Page 10
60 LJÓSVAKINN unglinganna, einmitt meðan þeir eru ef til vill að njóta skammvinns synda-unaðar? Já, hversvegna höfum við samvizku, sem dag eítir dag og ár eftir ár minnir oss á réttlæti og dóm, á fánýti lifsins og á eilífð- ina? Já, hversvegna? Af því að Guð elskar mennina, og hann vill leiða þá á rétt- lætisbraut. Verk heilags anda við að draga syndarana til Krists er að öllum líkindum margbrotnara en við höfum skilning um. Við getum staðið gegn áhrifum hans, en þó er það sannleiki, »að sérhver löngum eftir sannleika, hreinleika, sérhver sann- færing um vort eigið synduga ástand, er vitnisburður um, að andinn starfar að því að draga oss nær Kristi«. Pessvegna: wÞú, sem í hjarta þínu finnur löngun eftir ein- hverju betra en þessi heimur hefir að bjóða, lærðu að þekkja þá löngun og kannast við að það er rödd Guðs i sálu þinni«. Já, mættum við allir læra að kannast við hinn óumræðilega kærleika, sem Guð ber til sérhvers syndara. »En ég segi yður sannleikann: Pað er yður til góðs, að ég fari burt, því. að fari ég ekki burt, mun huggarinn ekki koma til yðar, en þegar ég er farinn mun ég senda hann til yðar«. Jóh. 16, 7. Og nú verður maður aftur að spyrja: Hvað mundi heimurinn hafa verið, með alla sorgina, þjáningarnar og dauðann, ef þessi tals- maður hefði ekki verið? Vegna hins hræði- lega valds, sem syndin hefir yfir mann- kyninu hefir það orðið að þola miklar þrengingar, og sem enginn getur skilið til fulls. En að alt þetta hefir ekki fyrir löngu siðan tekið allan kjark og von frá okkur eigum við andrúmslofti náðarinnar að þakka, sem Guð hefir gefið þessum synduga heimi — þessu »lögmáli lifsins anda« i Krisli Jesú, sem verkar gegn »lög- máli syndarinnar og dauðans«, eða með öðrum orðum, sem allsstaðar veitir kær- leika Guðs gegn áformi Satans að eyði- leggja mannkynið. Hvað er það, sem huggar sorgmædda ekkjuna, er hún er alein eftir með barnahópinn sinn, sem þerrar tárin af augum hennar og styrkir móðurkærleikann, svo að fórnir hennar vegna barnanna gera hana alls ekki kjark- lausa, heldur miklu fremur gefur lífi hennar styrk og gleði? Er það ekki Guðs óskilj- anlegi kærleikur, sem er lind allrar sannrar mannelsku, góðgirni og umburðarlyndis? Drottinn gefur hinum veiku þrótt. Hann huggar hina sorgmæddu og gefur þolin- mæði og styrk til þess að þola mótlætið. »Miskunn þin nær til himna og trúfesti þfn til skýjanna«. »Hversu mikil er gæzka þin, er þú hefir geymt þeim, er óttast þig«. »Þú, sem heyrir bænir, til þfn kemur alt hold«. Sálm. 57, 11; 31, 20; 65, 3. Að myrkur dauðans og syndarinnar hefir ekki fyrir löngu lagt oss i duft- ið, er honum að þakka, sem gekk með bökkum Jórdanar, og sem Jóhannes skirari sagði um: »Sjá það Guðs Iamb, er ber heimsins synd«. Sannlega, ef Guð heföi ekki sent sinn eingetna son í heiminn, og hefði hann ekki »borið þjáningar vorar og harmkvæli«, þá hefði ekki einn einasti geisli frá Paradis upplýst hina syndum spiltu jörð. En Guði sé lof, sem gaf Adam og Evu fyrsta fyrirheitið um »sæði kon- unnar« áður en þau yfirgáfu hið fagra heimili sitt, Eden. »Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra mis- gerða; hegningin, sem við höfðum tilunnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum við heilbrigðir«. Jes. 53, 4 — 6. Að vfsu mun aðeins sá er tekur á móti frelsinu i Kristi, hafa fullkomlega gagn af endurlausnarstarfi hans. »En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans«. Jóh. 1, 12. Tökum við ekki móti Jesú höfum við ekki heldur hlut í hinni nýju Paradís. En að öðru leyti er það satt, að allir þeir mörgu, sem varla hafa hugsað til Guðs nokkru sinni eiga fórnardauða Krists að þakka allar sannar gleðistundir. Hver brauðhiti, bver sólar-

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.