Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 15
LJÓSVAKINN
65
þótt slikar hugmyndir væru jafnvel æski-
legar. Sérhver kenning í þá átt hlýtur því
að vera blekking, orð Drottins raskast
ekki. — Og svo
Kr ishnamurti, sem sagt er að sé
verkfæri heimskennarans
Hvað er hægt að segja um hann? Það
er óþarfi að dvelja við persónu hins unga
Iadverja. Sem maður er hann að öllum
líkindum eins góður og ein-
lægur og hver og einn hinna
guðspekinganna, sem eru i
þessum iélagsskap og út-
breiða þessa kenningu. En
eitt hlýtur að vera leyfilegt
að spyrja um: Er það satt
að »binn mikli heimskenn-
ari« komi fram annað slagið
t. d. við hvert »nýtt tíma-
bil« í einhverjum manni?
Með öðrum orðum, hefir
slíkt komið fyrir fyr á öld-
um? Var Buddha slíkt verk-
færi, Múhameð og kannske
Kristur líka?
Til þess að fara ekki út í
heimspeki trúarbragða, sem er
heldur ekki markmið þessarar
hugleiðingar, viljum við aft-
ur athuga orð Guðs viðvikjandi þessu at-
riði, sem alt af hefir reynst og er enn ljós
það, sem skfn á myrkum stað, jafnvel í
flækjum heimspekinnar, sem vor mentaði
heimur hefir nú svo mikið af að segja.
I*eir sem trúa Bibliunni, þekkja ekki nema
eina holdgun: Jesús Kristur sonur Guðs
kom í mannlegu holdi og varð öllum
Frelsari, sem vilja taka á móti honum
sem slikum. Talar ritningin um fleiri er
koma skuli á sama hátt, eða lalar hún
um leyndardómsfullan »heimskennara«
sem noti aðra sem verkfæri?
Koma Krists var greinilega boðuð við
syndafallið: Sæði konunnar átti að merja
höfuð höggormsins. í hin 4000 ár sem
liðu þangað til hann kom sem maður
meðal manna, var aftur og aftur spáð um
komu hans. Fyrirheitið sem Abraham var
gefið var um sæðið, sem skyldi koma.
Gal. 3, 16. 17. í sálmunum er oft talað
um líf hans hér á jörðu. Jesaja spáði um
hvernig hann mundi koma fram: hann
ætti að fæðast. (Jes. 7, 14; 9. 6.) Mika
sagði fyrir um fæðingarstað hans, Betle-
hem (Mik. 5, 1. 2 ). Daníel spáði um árið
sem hann tæki til starfa sem prédikari og
Messias (Dan. 9, 25.—27.). Alt þetta og
margt fleira um þetta, var sagt fyrir um
hann »af Móse og spám. og sálmunum«,
meira að segja í öllum »ritningunum« (Lúk.
24, 27| 44.). Alt þetta rættist. Eftir er
nú að eins spádómurinn um endurkomu
hans, sem ekki er langt að biða að rætist.
Nokkura aðra holdgun en Jesúm Krist
talar Biblfan ekki um. Rétt fyrir dauða
sinn talar hinn aldni Jakob um hann sem
Silo, »þann sem semur frið«, sem eigi að
koma. 1. Mós. 49, 10. Tíminn var fast á-
kveðinn í ráðsályktun hins Alvitra, og eins
og áður hefir verið vikið að, sagður fyrir
fyrir munn Daníels spámanns. Fegar tim-
Vestrœna menningin beygir sig fyrir dulrœmim kenningum Austur-
landa, sem á margan hált er reynl að innleiða i kristindóminn.
Orð Guðs bendir lil pessa hjá spámanninum: »Peir eru allir i
auslurlenskum göldrum og spáförum«. Jes. 2, 6.