Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 16

Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 16
66 LJÓSVAKINN inn var fullnaður, kvað við hróp fyrir- rennarans, sem sagði: »Tíminn er fullnað- ur og Guðsríki er nálægta Mark. 1, 15. Og »þá fylling tímans kom sendi Guð son sinn fæddan af konu«. (Gal. 4, 4.) eins og Guð hafði sagt fyrir í Eden (1 Mós. 3, 15.) og fyrir munn Jesaja (7, 14). »Fyll- ing tímans« var komin, er hinn Eilífi byrjaði á að virkileggera hina eilífu »ráðs- ályktun, sem hann hafði fundið upp sjálf- ur« um sáttmála, frelsunaráform, er ætti að safna öllu saman undir eitt höfuð í Kristi. Ef. 1, 9. 10. Hin eina holdgun frá æðri heimi sem nokkru sinni hefir átt sér stað, varð. Hann »birtist í eilt skifti við endir aldanna«. (Hebr. 9, 26.) »til þess að afmá synd með fórn sinni«. »Hann gerði það í eitt skifti fyrir öll« (Hebr. 7, 27; 9, 28 ; 10, 10.) »einu sinni« steig hann upp til himins, þar sem hann í »eitt skifti fyr- ir öll« gekk inn i hið heilaga (Hebr. 9, 12.) þar sem hann nú gegnir æðstaprests- embætti fyrir þá sem á hann trúa hér á jörðu. Og þegar þelta verk sem »fórn« vor og »talsmaður« vor (1. Jóh. 2, 2. 3.) er á enda, kemur hann í eitt skifti fyrir öll hingað til jarðarinnar til þess að taka sina trúu eflirbreytendur og lærisveina til sín. (Jóh. 14, 3.) Nokkura viðbót við þessa ráðsályktun, eða nokkurn annan verður ekki rúro fyrir og uppfyllir enga þörf. Sérhver boðskapur annar en fagnaðarerindið í Kristi um frels- un frá synd, er því blekking frá óvininum. t*að gildir einu hve fallega slíkur boð- skapur litur út og hve nauðsynlegur hann kann að virðast þeim sem ekki sjá Frels- arann í Jesú og hve æskilegt sem það virt- ist vera að svo væri. Jafnvel »engill frá himni« væri »bölvaður«, ef hann reyndi að »boða annað fagnaðarerindi«. (Gal. 1, 6.—8.) Þetta eina sanna fagnaðarerindi er Guðs, . . . um son sinn, fæddan að holdi af kyni Davíðs«. (Róm. 1, 3. 4.) Boðskapur og staðhæfingar Krishnamurti. Hver er nú boðskapur þessa Krishna- murti, sem sagt er að sé »hinn mikli heimskennari« kominn í holdi þessa Ind- verja? Þessa spurningu er vert að alhuga. Fyrir rúmu ári siðan var haldið »sjötta alþjóðaþing Stjörnunnar frá Austri« í Om- men í Hollandi. Bæði verndarmanneskja frú Annie Besant og Krishnamurti formað- ur félagsins voru þar viðstödd. Þar voru haldnir »stórvægilegir fyrirlestrar« af vís- indamönnum »um tímaskifti og nálægð heimskennarans o. s. frv. »Fjöldi tilheyr- enda var sem eitt stórt eyra«, skrifar Dr. Lilly Heber i Oslo (»Aftenposten« 19. ág. ’27.). »Allir skildu og fundu, að Krishnaji, sem nú hafði risið á fætur og var byrjaður að tala, að hann væri ekki lengur Krishnaji, heldur eitt í hinum mikla heimskennara, sem við svo lengi höfum beðið eftir. Það var hann sem var þarna í mynd Krishnaji«. Og heyrum nú boðskap hans, er hann — til þess að maður noti þau orð sem Lilly Heber notar — »bar fram eins og sá sem vald hefir« orð eins og þessi: »Af því að eg hefi fundið frelsi og ham- ingju, af því eg hefi fundið veginn til frið- ar, óska eg að aðrir gangi sömu braut. Af því eg virkilega elska, af því eg hefi inni- lega löngun eftir að frelsa mennina, eftir að fria þá við sorgum, ætla eg að fara um heim allan. Opna hjörtu yðar svo þið frelsist, og sjálfir gelið frelsað mannkynið, svo þið getið sjálfir farið út og sýnt mönn- um, sem eru niðurbeygðir af sorg og erf- iði, að frelsi þeirra, hamingja þeirra, frels- un þeirra er í hugskoti þeirra sjálfra«. Þegar Annie Besant var í Oslo talaði hún við blaðamennina. Og er hún var spurð um hvort Krishnamurti sjálfur fyndi sig vera heimskennarinn, »svaraði Annie Besant skýrt og skorinort já. Hann getur sagt: Komið til min, eg er kennarinn — eg vil gefa yður frið«. (»Aftenposten« 25. ág. ’27.)

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.