Kennarinn - 01.04.1903, Qupperneq 2
2Ö
KENNARINN
Áhrifiu af því, sem hann ræður til hér, hafði hann sjálfur reynt. Það er ekki
utan að lært, heldur lifað, sem hann kennir. i. sjá, hverNig Jesús iiefir
LÍTILLÆKKAÐ SjXLFAN SIG AF ELSKU TIL VOR MANNANNA. LÁTTU HANN VERA
fyrirmynd Þína (5—8). Postulinn er að hugsa um guðdómlega dýrðartilveru
Jesú Krists á undan holdtekjunni. Þá sér hann, að Jesús var ekki að hugsa um
sjálfan sig, að sleppa nú engu af sinni guðdómsdýrð (6),heldur sleppir hann eins
og sjálfum sér og hugsar eingöngu um það, sem orðið getur mönnunum til frels-
unar, fóraar sér algerlega í kærleik alfullkominnar sjálfsafneitunar fyrir þá.—
Sjá, þetta lunderni hans á að vera í oss. Er það það?—2. sjá svo laUnin,
sem hann fékk (9—n). Guði þótti vænt um verkið, sem hann vann, og lund-
ernið, sem hann vann það með. Þess vegna fékk hann tignina og nafnið, sem
allir beygja sig fyrir: englar og menn, illir og góðir. Það skal ekki heldur verða
ólaunað, ef við vinnum með sama lunderni—,,lítum ekki einungis til okkar
gagns, heldur og annarra“—við, sem trúum því, að hann hafi litið einungis til
okkar gagns.
1 AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Jáh. 18, 1—14. ÞriS.: Jóh. 18, 15—27. MiSv.: Jdh. 19,
1—12. Fimt.: Jdh. ig, 13—24. Föst. Jdh. ig, 25—37. Laug.: Jdh. 19. 38—42.
KÆRU BÖRN! Lex. biður ykkur að hugsa um Jesúm—hugsa um, hvað
heitt hann elskaði ykkur og alla menn. Biður ykkur að hugsa um dýrðlega líf-
ið, sem hann lifði á hitnnum hjá föðurnum áður en hann kom í heiminn. Og
svo um lífið, sem hann kaus að lifa hér á jörðinni, sem endaði með dauðanum
á krossinum. Hann var ekki að hugsa um sig, heldur um ykkur ogokkurmenn-
ina—um það að frelsa okkur og gera okkur sæl. En svo biður lex, ykltur líka
að hugsa um það, að þið, sem Jesús hefir frelsað með dauða sínum á krossin-
um, eigið að líkjast Jesú. Haldið þið það væri ekki gaman að geta líkst honurn?
Að geta líkst honum í því að elska aðra og lifa fyrir þá? Jú. En þá skuluð þið
biðja hann um, að láta sama lunderni vera í ykkur sem var í honum. Hann
vill einmitt að sama lunderni sé í okkur öllum. En þá verðið þið að kannast
við, að það sé ljótt.að liugsa að eins um sjálfan sig og biðja fyrirgefningar á því.
,,Gef mér, herra, í hjartað mitt svo að mín sál af syndum kvitt
hreinan iðrunaranda, syngi þér lof án enda. “
Páskadag —12. Apr.
Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Upprisa Jesú.
Hvar stendur það? Mark. 16, i—8.
Hvað merkir slík vatnsskírn? Fræðin svara: Hún merkir það, að hinn
gamli Adam í oss á að drekkjast og deyja fyrir daglega iðrun og yfirbót, með
öllum syndum og vondum girndum. Og aftur á móti daglega fram að koma og
upp aftur að rísa nýr maður, sá er lifi að eilífu, í réttlæti og hreitileik fyrirguði.
Hvert var efni og minnistexti lex. á sunnud. var? Hvar stendur hún?
i. Hver sagði lex. að dýrð Jesú hefði verið áður en hann fæddist? 2. Hver
niðurlæging hans? 3. Hver upphefð hans og afleiðing hennar? — Hver er lex.
í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnis