Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 2
42 KENNARINN 38. Því eg er þess fullviss, aö hvorki dauöi né líf, hvorki englar né höfðingjadæmi né völd, hvorki hiö yfirstandanda, né hiö ókomna, 39. hvorki hæö né dj'pt eöa nokkur önnur skepna inuni geta skiliö oss viö guös kærleika, sem er í Kristi Jesú drotni vorum. Sá gu5, sem kristin kirkja játar trú á og hefir játað, er hinn þríeini guð, faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Sú trú er ekki smíð mannsandans, heldur trú á guð eins og hann hefir opinberað sig. Hér ekki um það að ræða, hvort maðurinn skilji, heldur þ'að eitt að kannast við guð eins og hann hefir birst mönnunum og í trú að tengjast honum. Með því að trúa á guð eins og hann hefir birst trúum við á sannan guð, því án opinberunar þekkist ekki guð. Sá, sem því trúir ekki opinberun guðs, getur ekki trúað á annan guð en hugarsmíð mannsins. Guð hans er ósannur. Trú hans þá ósönn. Trúin á þríeinan guð er ein sönn og veitir ein manninum sanna hjálpræðis-vissu. Óbifanlega hjálpræðis-vissu þessarar trúar sýnir nú lex.; því þar sem þessi trú er lifandi í sálunni (lifandi kristin trú', þar er 1. Heil. aniii f sXlunni (27). ,,Hyggja andans"; það, sem heil. andi þráir og biður um í kristins manns hjarta. Guð, sem rannsakar hjörtun, þekkir þetta og uppfyllir þessa þrá.— Foreldrar! kennarar! Þekkir hann þrá heil. anda í hjörtum ykkar viðvíkjandi börnunum ? -— 2. Guð lætuk alt verða kristnum manni (=þeim, sem elskar hann) til góðs (28—30). Hér sýnt, að hjálpræðið er algerlega frá guði. Hon- um að þakka það. Þess vcgna er vissa þess óbifanleg og þess vegna áreiðanlegt, að alt verður til góðs þeim, sem.í trú hefir tekið við lijálpræðinu. — Þessi vers eiga ekki að auka trúargrufi, heldur trúarvissu. — 3. Guð er með kristnum manNi (31.32). Hvað sýnir það betur en það, að guð gefur sinn eigin son í dauðann? og hvað gefur betur vissuna? — 4. Ekkert skilur kristinn mann við kærleika KhisTs (35—39). V. 36: sjá D. S. 44, 22. En sú blessaða vissa. Finst þér það? — Þú mátt þá eldti með vantrú og lífi í synd sltilja þig sjálfur við drottin þinn og hjálpræði hans. AÐ LESA DAGLEGA.--Míín.: Ptí- 3, 1—10. ÞriÖ.: Pg. 4, 23—35- MiÖv.: Pg 5, 33— 42. Mmt.: Pff. 6, 1—15. 1-öst.: Pg. 7, 44--C0. Laug.: J’g. 8, 26 -40. KÆRU BÖRN! Þið eruð skírð til nafns föðursins, sonarins og heilags anda. Hinn þríeini guð tók ykkur þá í faðm sinn og gerði ykkur að börnum sínum. Síðan hefir hann verið með ykkur, verndað ykkur og varðveitt, og vilj- að láta alt verða ýkkur til góðs. Er ekki gott að vita það, að guð er með okkur og elskar okkur? Jú. En við getum ekki liuggað okkur við það, ef við viljum ekki vera með guði — viljum ekki hlýða honum, þegar hann kallar á okkur með orði sínu. Munið að hlýða guði og orði hans, góðu börn. Þá er guð með ykkur. ,,Faðir, sonur og friðar adni, Lát mig jafnan lifa þér fót minn leið þú hrösun frá; líf á meðan veitist mér, skírnarheit að vel eg vandi uns á himnum fæ eg finna virstu náð og styrk mér ljá. fögnuðmeðalbarnaþinna. “-Sb.414-

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.