Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 8
KENNARINN 48 ySur burt fara, og þér skuluö ekki bíSa lengur. 29. Móses sagSi til hans: Þegar eg fer út af borginni, þá vil eg fórna höndum til drottins, og mun þá reiðarþrumunum linna og hagl ekki framar koma, svo aS þú vitir, aS jörðin er drottins. 30. Og veit eg þó, aS þú og þínir þjónar óttast enn ekki drottin. 31. Hör og bygg var niöur slegiS, því bygg hafSi fengiS ax og hörinn fræknappa. 32. En hveiti og rúgur var ekki niöur slegiS, því þau höfSu seint komið upp. 33. Móses gekk frá faraó út af borginni og fórnaði upp höndum til drott- ins; linti þá reiðarþrumunum og haglinu, og regnið streymdi ekki lengur niSur á jörðina. 34. En er faraó sá, að regnið þætti og haglið og þrumurnar, þá syndgaðist hann enn meir, og bæði hann og þjónar hans forhertu hjörtu sín; og svo mikið var þrályndi faraós, að hann leyfði ei Israelsmönnum að fara, eins og drottinn hafSi fyrir sagt fyrir munn Mósesar. Lex. sýnir áhrifin, sem 7. plágan hafði. ViS 2. pláguna, og enn meir við þá 4., linaðist faraó; en við þessa virðist hann hafa linast hvað mest. Hún virðist því hafa haft mest áhrifin. Nú fyrst kannast hann við að hafa syndgaðÍ27). Kemur fram iðrunarfullur. En hvernig er iðrun hans? ,,Eg hefi syndgast. “ „Drottinn er réttlátur. " ,,Eg hefi á röngu máli að standa. “ ,,Biðjiðdr. fyrir mér". Skal hlýða (27. 28). Alt ljómandi falleg orð. Og eftir þeim að dæma virðist faraó vera orðinn nýr maður. En falleg orð ekki nóg til að gera mann að nýjum manni. Að vísu hefir hann meint þetta alt þá stundina. En góð meining dálitla stund gerir engan að nýjum manni. ,,Að þessu sinni" (27) er ekki góðs viti. Né heldur: ,,og mitt fólk". Þá ekki: ,,ef dr. tekurburt pláguna, þá skal eg" (28). Enginn, sem iðrast af hjarta, segir: ,,í þetta skifti hefi eg verið vondur. " Ekki heldur er hann að bæta úr fyrir sér með því að kenna öðrum um. Faraó, hinn einvaldi, sem gerði jrað, sem honum þóknaðist, var sá, sem aðallega hafði þrjóskast. Þá segir ekki einlæg- iega iðrandi maður við guð: ,,Efþúgerir þetta eða þetta fyrir mig, þá skal eg vera góður." — En hvernig lítum við á okkar synd? Hvað segjum við við guð um hana? Hvernig eru okkar betrunar-loforð? — Lex. ætti að koma okkur til að prófa okkar iðrun.—Hræðslan kom faraó tif að iðrast. Vill losast við piáguna, ekki við synd sína. —Hvað kemur okkur tii að iðrast? — Með plág- unni er betrunin horfin frá faraó (34). Um leið verri maður. — Það verður hver, sem iðrast, án þess að vilja verða betri maður eða lætur betrun sína að eins vera stundar-betrun — góðar stundar-hugsanir og tilfinningar. — Hvernig er betruh okkar? Betrun margra fermingar-barna? AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Pk. 27. 27—44. ÞriS.: Pk. 28, 16—31. Miðv.: Rdni. 1, 1— 15. Fimt.: Rdin. 1, 16—32. Föst.: Rdin. 2, 17—29. LauK.: Róm. 3. 19—31. KÆRU BÖRN! Hafið jiið aldrei sagt: ..Viðskulnm vera góð, ef við fáum jietta eða þetta?" Það er ekki fallegt. Þið þurfið að vilja vera góð, af því það, er hið besta fyrir ykkur að vera góð. Ef jiarf að kaupa ykkur til þess, þá Jrykir ykkur ekki vænt um að vera góð. Þarf að kaupa ykkur? Ó, lætið aldrei jiurfa að kaupa ykkur. Biðjið guð að hjálpa ykkur. Segið við hann: ,,Góði guð, láttu okkur þykja vænt um að vera góð." ,,Hinn vonda soll varast" o.s.frv, —Sb 358, 2.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.