Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 4

Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 4
44 KENNARINN boði drottins og auglýsti ,,hönd hans" (3)==veldi, mátt hans. Líka það, að Israel var laus við pláguna, sýndi ,,hönd" hans. — Dr. heldur áfram að boða vilja sinn (il. Vilji maðurinn ekki hlýða, verður hann fyrir afleiðingunum (3. 4). Dr. gefur frest, svo maðurinn hafi enga afsökun (9). Heldur .orð sín. Lætur ekki að sér hæða (6). —Gott að tilheyra eignarlýð hans (4. 6). Það gerum við fyrir trúna á J. Kr. og þurfum ekki að óttast neinn refsidóm, ef við trúum á hann og forðumst syndina. —Faraó sendir af forvitni til Gósen og for- herðist (7). Heródes vildi af forvitni sjá Jesúm. Og Jesús þagði. Engin blessun, heldur vanblessun, fólgin í því, að forvitnast að eins um sannleikann. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Pg. 9. 31—43- Þrið.: Pg. 10,34—48. Miðv.: Pg. 11, 1 -iö. l'ipit.: Pg. 12, 1—ig. Eöst.: Pg. 13, 1— 12. Laug.: Pg. 14, 8—18. K/ERU BÖRN! Aftur heyrið þið um faraó. Og aftur er ykkur sýnt það svo átakanlega, hvað slæmt það er, að vilja ekki hlýða guði. Guð vill fá ykkur til að trúa á Jesúm Krist og hlýða sér, en forðast alt ljótt og syndsam- legt. Þá eruð þið börnin hans og þurfið ekki að óttast neitt, nema það eitt að vera óhlýðin og vond. Viljiðþið ekki vera guðs börn? Jú, það er eg viss um. Biðjið þá guð að hjálpa ykkur til þess. ,,Við freistingum gæt þín og fcdli þig ver, því freisting hver unnin til sigurs þig ber. Gakk öruggur raldeitt mót ástríðu-her, en ætíð haf Jesúm í verki með þér. " — Sb. 358, 1. ------->000-4------- Annan sd. eftir trínitatis —21. Júní. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? I-Iin mikla kvöld- máltíð. Hvar stendur það? Lúk. 14, 16—24. Hver meðtekur sakramentið ómaglega? — En hver sem ekki trúir þessum orðum (hverjum?) eða efar þau, hann er ómaklegur og óhæfur; því að orðið ,,fyrir yður" krefur algeilega trúaðra hjartna. Hver voru efni og minnistext. lex. tvo síðusta sunnud. ? Hvarstendur lex. á sd. var?—1. Hvað bauð drottinn Móses? 2. I-Ilýddi faraó? Hvað kom þá yfir kvikfénaðinn? 3. Hvaða áhrif hafði þetta á faraó? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. bólgu-plAgan. 2. Mós. 9, 8—14. — Minnist. 14. v. 8. Drottinn sagöi viö Móses og Aron: Takiö handfylli yöar af ösku úr ofninurn, og skal Móses dreifa henni í loft upp aö faraó ásjáanda. 9. Skal askan þá veröa aö dufti um alt Egyptaland; en þar af skal koma bólga, sem brýst út í kýli, bæöi á menn og fénaö um alt Egyptaland. 10. Þeir tóku þá ösku af ofninum .og gengu fyrir faraó ; þá dreifði Móses ösk- unni í loft upp, og kom þá á menn og fénaö bólga, sem braust út í kýli. 11. Og gátu kunnáttumennirnir ekki komiÖ á fund Mósesar sökum bólgunnar, því kunnáttumennirnir

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.