Kennarinn - 01.06.1905, Síða 7
kennarinn.
47
fórna syni sínum. Þá kallar engill drottins til hans og segir: „Abra-
liam, Abraham!“ Abraham svarar: „Hér em eg.“ Engillinn segir
þá: „Legg ekki hönd á sveininn og gerðu honum ekkert; því nú
vcit eg, að þú óttast guð, fyrst þú synjaðir mér ekki um einkason
þinn."
Saud fórnad í statímn.—Þá litur Abraham við, og sér hrút einn
fastan á hornunum í runna. Hann fer og tekur hrútinn og fórnar
honum sem brennifórn í stað sonar síns. Þannig hlýddi Abraham
guði til þess að fórna syni sínum, sem hann elskaði. Og guð gaf
honum svo aftur son hans.
K/ERU BÖRN! Börnin, sem elska íoreldra sína, hlýða þeim.
Og börnin, sem elska guð, hlýða guði. Elskið þið ekki guð? Guð
gaf ykkur einkason sinn, Jesúm Krist. Hann fórnaði sér fyrir
ykkur. Svona elskaöi guð ykkur. Ættuð þið þá ekki að elska hann?
Jú, sjálfsagt! En sýnið þið það þá, að þið elskið hann. Sýnið það
með því að gera alt það, sem guð býöur ykkur að gcra. Abraham
sýndi, að hann elskaði guð. Sýnið þið það líka, börnin mín.
4. v. af sálminum „Ilærra, minn guð, til þín“ á síðustu bls.
--------o--------
VONDUR EINS OG BJÖRN.
„Þú ert vondur eins og björn,“ — sagði Beta við Villa.
Jakob föðurbróðir blistraði. „Birnir eru ekki vondir við sína
eigin,“ sagði hann. „Nú, eg þekti einu sinni björn.“ —
Beta og Villi hlupu nú bæði til hans, og klifruðu upp í kjöltu
hans.
„Nei, er það satt? Iícfir þú nokkurn tíma þekt björn?"—kall-
ar Villi upp yfir sig. Og augun standa í honum.
„Reyndar vorum við ekki neinir mátar“—segir Jakob föður-
bróðir; „en eg var vanur að fara á bjarndýraveiðar þegar eg var í
Canada. Og cinu sinni var eg með flokk veiðimanna. Og rétt fram
undan okkur sáum við — hvað haldið þið?“
„Eifandi björn!“—segja þau bæði í cinu og standa á öndinni.
„Já, lifandi bjarndýrsmóður og litinn hún, sem hún átti. Hund-
arnir stukku óðar af stað. Birnan tók að hlaupa, um leið og hún sá
þá; en barnið hennar litla gat ekki hlaupið eins íljótt og hún, svo
hundarnir nálguðust það meir og meir. En hvað haldið þið að hún
liafi þá gcrt? SkilicJ eftir litla soni'nn sinn? Ekki neitt líkt því.
Hún stingur trýninu undir hann og kastar honum á undan sétf
Illcypur svo á eftir. Sendir hann aftur á stað í loftinu á undan sér.
Og hleypur svona áfram með hann hálfa aðra mílu. En þá var hún
orðin of þreytt til þess að halda áfram lengur, svo hundarnir kom-
ast að hcnni. En þá sest hún, heldur barninu sínu í afturlöppunum,
en ber hundana frá sér með framlpppúnum. En hvað hún öskraði!“
Það fór hrollur um Betu.
„Það heyrðist til hennar fleiri mílur, Iiún gleymdi aldrei barn-