Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 5
II. ARG.
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
5
ing til Leckeyjar. Á skipinu
kom jeg auga á ungan stúdent
sem mjer leizt einkar vel á. Jeg
komst í samtal við hann. Hann
var lögfræðingur, ættaður frá
Norvegi norðarlega. Þegar komið
var til hallarinnar missti jeg
sjónar á honum í mannmergð-
inni og sá hann ekki fyr en
annan daginn, sem við vorum
í Leckey. Þá hitti jeg hann í'
liallargarðinum eftir kvöldsam-
komuna og gengum við þá sam-
an út í skóg ásamt tveim dönsk-
um ungum stúdentum, þar
höfðum við skemtilegt samtal
um ýmsa liluti. Af tilviljun
’spurði jeg hann, livers vegna
hann hefði komið á svona fund.
»Af forvitni, held jeg helst«,
sagði hann. Jeg vildi ekki fara
. lengra út í þetta í návist ann-
arra og sneri talinu að öðrum
hlutum.
Næsta dag gengum við svo
háðir út í skóg burt frá alfara-
vegum, og komum þar að lítilli
skógtjörn í fallegu rjóðri. Þar
inti jeg aptur til um svarið
sem liann liafði gefið mjer
kvöldið áður. Hann sagði að
sig hefði langað til að vita,
hvernig stúdentar gætu lifað
saman á kristilegum fundi, en
sjálfur væri hann húinn algjör-
lega að missa barnatrú sína.
Hann kvaðst uppalinn á trúuðu
heimili; faðir lians var læknir.
Þar hefði sjer verið haldið í
andlegri þvingun, þar til liann
kom í latínuskólann. Þá hefði
hann komist i efasemdir og allt
hefði horfið, sem hann hafði
trúað á. Hann sagði mjer ná-
kvæmlega frá öllu, hvernig hann
liefði átt í haráttu um ýms
spursmál. Það var raunasaga.
Síðan þögðum við litla stund.
Jeg sat og var að liugsa um
livað jeg ætli að segja við mann
í slíkum kringumstæðum, og
fanst mjer alt, sem jeg hafði að
segja, vera svo einskis nýtt. En
alt í einu datt mjer í hug eitt
vers úr sænska sálminum sem
hjer er tilgreindur að ofan:
»Segöu þeim hvað sjálfur hlaustu,
Segðu þeini hvað fannslu hjer,
Pcgar elskan óverðskulduð
Ómaklegum veittisl þjer«.
Þá vissi jeg hvað jeg átti að
segja, og Ijet trúnað mæta trú-
naði. Jeg sagði honum trúar-
sögu mína, og síðan gengum
við heim eptir fjögurra tíma sam-
veru. — Eptir það áttum við
mörg samtöl um kristileg efni,
og skildum með mikilli vinsemd.
Hann skrifaði mjer seinna frá
Ivristjaníu og stóðu þar í þessi
orð: »Þökk fyrir ógleymanlegu
samveruna á Leckey; jeg minnist
hennar með gleði!«
Hve mikið eða lítið hefur
verið bak við þessi orð, veit jeg
ekki, eða hvort hann hefur
algjörlega fundið frið í frelsara
sínum, en ávalt ann jeg sálmin-