Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Page 10

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Page 10
F MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. II. ARG. 10 ur fylgja þeim llokki, sem hon- umþóknast, en það krefstþess ein- göngu að allir Qelagsmenn sjeu bræður í kærleika, hver sem af- staða þeirra í utanfjelagsmálum er eða skoðanir. Fjelagið ætlast til að þeir sjeu sannir og komi ætíð fram sem góðir drengir og siðsamir menn. Það vill sem mest mennta hjörtu og hugar- stefnu meðlimanna og gjöra þá að sannkristnum mönnum, sem þroskist æ meir og meir í kær- leikanum, leggi stund á það sem er sómasamlegt og gott, og verði nýtir synir l'ósturjarðarinnar í raun og veru hver i sinni stjett og stöðu. Það ætlast til af sönn- um meðlimum sínum að þeir sjeu löghlýðnir án mannaþræl- <lóms, virði sjerhver lögleg yfir- völd án sleikjuskapar, heiðri konunginn án hjegóma og óttist guð um fram alla hluti. Allir, sem orðnir eru fulltíða mega svo vera hvar sem þeim sýnist í pólitíkinni, að eins að þeir breyti eptir samvizku sinni og beztu vitund. Einn er að eins sá í íjelaginu, sem ekki má eiga neitt við póli- tík. Það er framkvæmdarstjór- inn. Hann, sem er trúnaðar- maður svo marga í mörgum at- riðum lífs þeirra, gæti ekki verið það ef hann væri ákveðinn ílokks- maður eða tæki beinan þátt í í stjórnarfarsdeilum þeim, sem tvískipta eða margskipla þjóðinni. Vegna þessa hlutleysis fjelags- ins i heild sinni sem fjelags og framkvæmdarstjórans geta menn af öllum ílokkum unað sjer sam- an í fjelaginu og umgengist hver annan í bróðurlegum samhug, þótt skoðanir skilji. Þess vegna geta drengir og unglingar frá öllum heimilum komið þar sam- an, því aldrei heyra þeir eitt orð í þá átt, er niðri stefnu þeirri, sem feður þeirra fylgja, eða dóma yfir framkomu þeirra í landsmálum. Margir halda að ættjarðarást hjá unglingum verði að koma fram í því að þeir fari snemma að liugsa og tala um pólitisk mál, en K. F. U. M. liyggur að betra sje að ættjarð- ástin komi fram i því að drengir og unglingar vilji leggja liart á sig til þess að læra og menntast og þannig að búa sig undir, að verða færir um er tíminn kem- ur að taka þátt í opinberum málum. Þess vegna Ieggur fje- lagið stund á að kenna þeim að elska menningu þjóðarinnar, kosti liennar og framtíðarvonir, að elska fegurð náttúrunnar og mannkostanna. Það erindi sem ljelagið á til allra drengja og unglinga er það, að sluðla að því eptir megni að þeir verði merm í orðsins beztu og göfug- ustu merkingu. Heppnist þetta hefur fjelagið óbeinlínis tekið þátt í pólitík nútímans og fram- tíðarinnar; og þann þátt vill

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.