Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Síða 13

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Síða 13
II. ÁRG. MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. 13 Blómgaðist smámsaman hagurhans svo aö liann hefur 1000 verkastúlkur á verksmiðju sinni. Hann fer með þær eins og væru þær dætur hans og lifir við sama fæði og þær. Hann er vanur að segja, að til þess að geta gjört gott silki þurfi dyggðuga sál. Hann heldur prest til þess að vera sálusorgari starfsfólks síns og vinnur sjálfur að kristindómsfræðslu meðal þeirra, sem hann á yfir að ráða. Afleiðingin er sú, að flestar stúlkurnar eru orðnar kristnar. — Dæmi það, sem Hatano gefur með liíi sínu og starfi, hefur haft mikil álirif á marga vinnuveitendur. Sji- mada segir: »Hann er sómi þjóðar- innar, og væru allir eins og hann, væri ekki hugsanlegt, að spilling eins og sú, er kom í ljós við sykur- hneykslið, gæti átt sjer stað«. Morðið á prins Ito er mjög harmað i K. F. U. M. í Japan og Korea. Pótt ckki væri hann kristinn sjálfur talaði hann á mörgum fjelagsfund- um bæði i Japan og Korea og hafði opið auga fyrir starfinu í K. F. U. M- Á skilnaðarhátíð, sem fjelagið hjelt fyrir kínverska stúdenta, var slóri salurinn i K. F. U. M. í Tokio troð- fullur. Kennslumálaráðherrann í Japan, borgmeistarinn í Tokio, og forseti fjelagsins i Japan, S. Ebara, sem er alþingismaður þar, hjeldu ræður við þá hátíð. Átta amerískir framkvæmdarstjór- ar hafa verið sendir og eru kostaðir af K. F. U. M. í Bandaríkjunum til þess að starfa að kristniboði í Austur- löndum. Hinn nal'nfrægi prcstur í Lund- únum, F. B. Meyer, hjelt nýlega ræðu i Lundúnum eptir lieimkomu sina frá Austurlöndum. Hann sagði meðal annars, að væri hann miljóna- mæringur, væri það engin fyrirtæki, sem liann heldur vildi leggja fje sitt i en i fjelagshús K. F. U. M. í Austurlöndum. Hann endaði ræð- una á þessa leið: »Ef jeg í eitt ár ætti hina brennandi mælsku seraf- anna, skyldi jeg ferðast um allt þetta land og vekja Stór-Bretaland með þessari hugsun: Ef vjer ekki bregðum við og höldum austur til þess að kristna Kína, þá heldur Kína vestur á bóginn og gjörir land vort heiðið. Nú er hentugur tími«. Til fjelagsins í Jerúsalem er kom- inn nýr framkvæmdarstjóri enskur. Hann heitir Stuart Donnithorne. Er hann kom þangað, var honum haldin fagnaðarsamkoma. Farvoru 80 ungir menn viðstaddir. K. F. U. M. i Jerúsalem og Nazarel eiga góðum þrifum að fagna. Fjelngsstarf í Evrópu. Pýzlcaland. Fjelagið í Bcrlín hefur sjerstaka biblíulestrarflokka fyrir bakarameistara, herforingjaefni, verkfræðinga,verzlunarmenn,vagna- smiði, leðursala, bakarasveina, hár- skerara, slátrara, hermenn, klæð- skera og póstþjóna. Þar er hægt að segja að starfinu sje rækilega niðurskipt. K. F. U. M. i Núrnberg er 11 ára gamalt. Það er í 7 deildum og laun- aröframkvæmdarstjóraog hefur 1000 meðlimi. í haust sem leið var vigt nýtt fjelagshús rjett viö járnbraut- arstöðina. I sambandi við það er stórt og fint hótel og bcr það rekstur hússins. Frakkland. Þjóðfundur fjclagsins i Nimes getur um vöxt og viðgang starfsins á síðustu þrem árunum. 21 fjelag hefur verið stofnaö og 12 unglingadeildir. Tala fjelagsinanna á Frakklandi er þó ekki meiri en 5721. Spánn. Þar er líka framför, þólt

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.