Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Síða 2

Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Síða 2
26 Guðs um blessun hans til handa foreldrum síuum og öllum mönnum. Nokkru síðar sá jeg þeunan svein ganga með skólabækur sínar undir hendinni í alvarlegum hugleiðingum. Jeg kom á sunnu- dagaskólann, og þar heyrði jeg hann tala við heil- an barnahóp, sem stóð umhverfis hann; hann var að fræða þau um Frelsarann og útlista fyrir þeim, hvílík sæla það væri að heyra honum til. Löngu síðar fór jeg í kirkju og heyrði hann prjedika um synd og náð, trú og apturhvarf. Jeg litaðist um í kring um mig og kom auga á sömu konuna, sem hafði kennt honum að þekkja himnaföðurinn og krjúpandi á knje að bera bænir sínar fram fyrir hann í Jesú nafni. þ>að var móðir sveinsins, er nú var orðinn fullorðinn maður. Höfuð hennar var nú orðið hvítt fyrir hærum, og ellin hafði dregið hrukkur á andlit hennar; en auðmýktin skein út úr svip hennar og tárin í augum hennar lýstu himneskum friði. Jeg þóttist sjá á þessum tárum, að í móðurhjartanu væri á þeirri stundu vakandi endurminningin um horfna daga, um barn- æsku hins ástkæra sonar, um það, þegar hún fræddi hann í fyrsta sinni í lífsins og sannleikans orði, og hann spurði hana í barnslegri einfeldni sínni og sakleysi, hvernig hann ætti að fara að því að verða góður maður. f>á sagði jeg með sjálfum mjer: »Dýrðlegri umbun en þetta getur engin móðir hlotið fyrir verk sitt; þetta eru hinir blessunarríku ávextir af góðu sæði, sem sannlega var Báð með tárum. Bigi þarf að flytja hærur þínar, aldraða móðir, með sorg til grafarinnar* þú getur hvílzt í friði. Sonur þinn mun kalla

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.