Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 3
27
þig saela, og sú kemur stundin á síðan, að hann
mun heilsa þjer með fögnuði í því landi, þar sem
skoðun er komin í stað vonar og bænin er orðin
að sælli iofgjörð og tilbeiðslu«.
Skírteinið.
Drengur nokkur gekk ofan að hafnarbryggjunni
í stórri borg og spurði eptir skipstjóranum á einu
af skipunum, sem lágu þar. nþarna kemur hann«,
svaraði honum gamall sjómaður, sem heyrði spurn-
ingu drengsins. Drengurinu gekk til skipstjórans
og heilsaði honum kurteislega. Skip3tjórinn spurði,
hvert erindi hans væri. »Mig langar til að verða
sjómaður og komast á skip«, svaraði hann, »þú,
að verða sjómaður, og hjá hverjum?« — »Hjá yður,
herra skipstjóri, ef þjer viljið lofa mjer með«. —
•Hefir þú áður verið á skipi?« — »Nei, aldrei, herra
skipstjóri«. — »Hvers vegna viltu komast á skip
nú?«—Jeg ætla að senda heuni móður minni kaup-
ið mitt; hún er ekkja og einstæðingur, og mig lang-
ar til að lialda henni frá sveit, ef eg gæti«.
Skipstjórinn fjekk góðan þokka á piltinum og
fjell vel í geð, hvernig hann talaði um móður sfna.
»Ejett er nú það, drengur minn; jeg vænti að
þú hafir þá öll nauðsynleg skírteini hjá þjer?« —
»Skírteini! svaraði sveinninn; »nei, þau hefi jeg ekki
til«. — »Engin skírteini, ja, þá get eg ekki tekið
þig«. — »Æ, gjörið þjer það samt, herra skipstjóri;
þjer skuluð sanna það, að jeg skal verða góður og
skikkanlegur drengur«. — »Jeg má það ekki; það
er á móti reglum okkar. Við tökum engan, nema