Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Side 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Side 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 að til leiðbeiningar og- hvatningar. Mjer hafa cpt fundist orð hans vera skipandi, en hann hefur sjálfur hlýtt þeim áður en hann krafð- ist hlýðni annara. Hann hefur aldrei látið sjer nægja að tala, hann á þá trú, sem starf- ar. Vjer könnumst við hinn úrræðagóða framkvæmdamann. Hjartað skipar hendinni og höndin hlýðir, og það finnur K. Z., að þeg- ar hann á frumkvæði að einhverju, þá hvílir mikil ábyrgð á honum, og hann fer þegar að koma málinu í framkvæmd og vinnur þá rr.eira á 2 klukkustundum en aðrir á 2 mán- uðum. Opt hef jeg verið vottur að eldlegum áhuga hans, og jeg hef opt tækifæri til að gleðjast yfir góðum tillögum hans og holl- um ráðum. Iíann er bæði þungbrýnn og brosandi. Það væri ekki rjett að segja, að hann væri ánægður með alt, kröfuharður er hann, en fyrst við sjálfan sig, og það verð- ur ekki um hann sagt, að hann kunni að hlífa sjer. Mjer kemur K. Z. svo fyrir sjón- ir, að hann tileinld sjer þessi orð: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmann- legir, verið styrkir; alt hjá yður sje í kær- leika gjört. Þannig kannast jeg við hann.Jeg kannast við hinn einbeitta og ákveðna mann, en jeg sje hann opt brosandi í yndisfögru starfi. Við hann hefur verið sagt: „Gæt þú lamba minna“. Hlýðinn þeim orðum hefur hann árum saman veitt forstöðu Sunnudagaskóla hjer í bænum. Þúsundir barna hafa hlotið blessun í þeim skóla, og starf þetta hefur haldið við æskugleðinni hjá K. Z. sjálfum. Hann væri áreiðanlega ellilegri og þreytu- legri, ef hann hefði ekki starfað meðal barnanna. Þangað hefur hann opt komið þreyttur, en farið þaðan óþreyttur og í ljettu skapi. Þær stundir auka honum kraft, cg fjöldamörgum veita þær blessun. Þegar meðlimir K. F. U. M. og K. rifja upp fyrir sjer minningar úr sögu fjelaganna, þá er þeim ljúft að minnast þess stuðnings, er K. Z. og kona hans hafa veitt hinu kristna starfi meðal æskulýðsins, og margir eru þeir, sem gleðjast og þakka, er þeir hugsa nm, hve miklum kærleika og velvild starf þetta ávalt mætir hjá borgarstjórahjónun- um. Þegar þessa er gætt, þá var það öllum fje- lagsmönnum mikil gleði, að K. Z. var í liðnum maímánuði kjörinn heiðursf j elagi K. F. U. M. Mjer hefur verið falið að rita hjer nokkur orð um K. Z., en jeg veit, að hann kann mjer engar þakkir fyrir. En jeg er því svo vanur, að geta ekki gert öllum til hæfis, að mjer gerir ekkert, þó að hann reiðist mjer í svip, og auk þess veit jeg, að fjöldamargir kunna mjer þakkir fyrir að hafa bent á, hve mikið K. F. U. M. á honum að þakka. ' Guði sjeu þakkir fyrir þá, sem hafa sjeð, að það er hin mesta göfgi að vinna í vín- garði Drottins. Þar hlotnast mönnum hin niesta sæmd, þar er þjónustan eptirsóknar- verð tign. Bj. J. ----o---- r Iþróttavöllur K. F. U. M. í Kaupmannahöfn. Sunnudagurinn 3. júlí var mikill hátíðis- dagur fyrir K. F. U. M. í Kaupm.höfn. Þá var vígður og tekinn til fullra afnota, með r likilli við'höfn og að viðstöddum f jölda boðs- gesta og fjelagsmanna, hinn nýi skemmti- garður og íþróttavöllur fjelagsins. Fyrir nokkrum árum eignaðist fjelagið allstórt landsvæði, fullar 20 dagsláttur, í Emdrup, eigi mjög langt frá miðbiki borgar- innar og hefur fjelagið unnið að ræktun þess og byggingu, með miklum dugnaði og fórn- fýsi, síðustu sjö árin. Nú er svæðið fullgjört og tekið til fullra afnota. Því er svo haganlega fyrir komið, að það er hvorttveggja í senn, fullkominn íþróttavöllur og skemmtigarður, þar sem fje- lagsmenn geta hafst við á sumrin og ljett

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.