Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Page 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
7
KAP. 10.
Því var svo varið í raun og veru að frú
Errol hafði orðið vör við margt sorglegt í
líknarstarfi sínu meðal fátæka fólksins í
litla þorpinu, sem virtist svo fallegt, er
menn horfðu á það ofan af heiðinni. En það
var ekki allt svo glæsilegt er menn sáu það
nálægt sjer, eins og það virtist álengdar
sjeð. Hún hafði fundið örbirgð og iðjuleysi
og fáfræði mikla þar, sem hefði átt að eiga
sjer stað atorka og vellíðan. Og hún hafði
eptir nokkurn tíma orðið áskynja um að
Erlboro var að allra dómi langversta þorpið
í þeim hluta landsins. Sjera Mordaunt hafði
sagt henni heilmikið af vonblekkingum sín-
um og erfiðleikum í starfinu, og heilmikið
Iiafði hún sjálf rekið sig á. Umboðsmenn-
irnir, sem settir voru yfir jarðirnar, voru
valdir með því fyrir augum að þóknast jarl-
inum, og höfðu aldrei haft áhuga á því, að
gæta hags leiguliðanna, og kærðu sig ekkert
um eymdarhag hinna fátæku. Margt ihafði
þessveg-na verið vam-ækt, sem við hefði átt
að gjöra, og svo hafði ástandið farið hríð-
versnandi.
Sjerstaklega var ,,Jarlshverfið“ til veru-
legrar smánar fyrir sína ramskældu kofa og'
ræflalegu, heilsulitlu og hirðulausu íbúa;
það var reglulegt ræflahverfi. Þegar frú
Errol kom þangað fyrst, fór um hana kald-
ur hrollur. Eymdin, sóðaskapurinn og ónytj-
ungshátturinn er hálfu ömurlegri á að sjá i
sveit en í ræflahverfi stórborganna. Það
virtist ekki svo mikill vandi að ráða bót á
því. Og er hún virti fyrir sjer hin óþrifalegu
vanræktu böm, er uxu upp með tóman
íuddaskap og slæpingshátt fyrir augum og
allskonar ósvinnu, þá hugsaði hún til litla
drengsins síns, sem ól bernskualdur sinn í
stórri og glæsilegri höll, og átti að venjast
umönnun og þjónustu eins og ungur prins,
og hafði ekki af öðru að segja en allsnægt-
um, hóglífi og fegurð Við þá hugsun kom
djörf hugsun inn í hennar vitra og milda
móðurhjarta. Smátt og smátt var hún farin
að sjá það sem aðrir þegar höfðu sjeð, að
það var hin mikla hamingja litla drengsins
Itennar að ná hylli jarlsins, svo að það væri
alls ekki ólíklegt að honum yrði ekki neitað
um neina ósk, sem hann ljeti í ljós.
„Jarlinn lætur allt eptir honum“, sagði
hiún við sjera Mordaunt, „hann reynir í öllu
að fara eptir óskum hans. Hversvegna ætti
ekki að láta þetta eptirlæti verða öðrum til
góðs? Það ætti að vera mitt hlutverk að sjá
um að þetta geti orðið svo“.
Hún vissi að hún treysti hinu göfuglynda
hjarta drengsins. Svo sagði hún honum sög-
una um „Jarlshverfi", því að hún var viss
um að hann mundi tala um það við afa sinn,
og vonaði að gott eitt mætti að því leiða.
Og þótt öllum fyndist það undarlegt, þá
leiddi það til góðs. Því var í raun og veru
svo varið að ekkert hafði eins mikil áhrif á
jarlinn og hið fullkomna traust sonarsonar
hans, sú trú Sedriks að afi hans væri alltaf
að hugsa um að gjöra það sem væri rjett og
göfugmannlegt. Jarlinn gat ekki fengið af
sjer að láta drenginn verða varan við, að
hann hefði enga tilhneigingu til þess að vera
göfuglyndur, og að hann væri vanur að vilja
hafa sitt fram hvort sem það væri rjett eða
langt. Það var svo mikið nýnæmi fyrii'
hann, að borin væri aðdáun fyrir honum
eins og hann væri einn af velgjörðamönnum
mannkynsins, og ímynd allrar göfgi, að hann
hryllti við hugsuninni um það, ef hann þyrfti
að líta inn í ástúðlegu móbrúnu augun og
játa, að hann væri fautalegur, sjálfselsku-
fullur gamall hrappur, sem aldrei hefði
gjört nokkurt almennilegt sómastrik á æfi
sinni, að hann kæi'ði sig ekkert um Jarls-
hverfi eða fátæklingana þar, eða eitthvað
sem hefði sömu áhrif. Það var komið svo,
að honum var farið að þykja svo vænt um
litla di'enginn, að hann vildi heldur gjöra
sig sekan í því að gjöra eitthvert góðverk
við og við, en missa virðingu og traust
drengsins. Og svo, — þótt hann hlægi að
sjálfum sjer — þá sendi hann eptir nokkra