Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Side 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
3
Prá fjelaginu.
I
)
Fermingardrenírjahátíð lijelt unglingadeild-
in miðvikudagskvöldið 9. nóv. Var öllum
fenningardrengjum haustsins boðið. Allir
fermingarfeðurnir hjeldu stuttar og fallegar
ræður. Sveinn Þorkelsson gaf einsöng; einn-
ig var upplestur. Hátíðafundinum var lokið
kl. 10V4 °S var auðfundið á öllum að þeir
þóttust hafa átt góða stund.
Ií. F. U. Ií. hjelt líka hátíðafund fyrir ferm-
ingarstúlkur og fór hann fram með líkum
hætti. Hann var haldinn 4. nóv.
Uiiglingadeildiii (U-D) i K. F. U. M. varð
19 ára gömul 25. nóv. Hún var stofnuð þann
dag árið 1908 með 4 meðlimum. Nú eru með-
limir hennar um 200. Það er margs að minn-
ast, er litið er til baka yfir þetta skeið. Marg-
ir eru þeir unglingar sem á þessum árum
hafa tekið meiri eða minni þátt í lífi deild-
arinnar. Margir af vorum góðu starfsmönn-
um hafa fengið áhrif sín meðan þeir voru í
U-D.
Mikið hefur verið sáð af góðu sæði guðs
orðs í U D, en eins og vant er að vera hef-
ur sæðið fallið í fernskonar jarðveg og borið
ávöxt þar eptir. Margir ávextir góðir hafa
komið í ljós, en fleiri eru duldir; þar sem
orðið virðist engan ávöxt hafa borið, liggja
til þess margar orsakir, en stærsta orsökin
er samt víst sú, að sáðmanninn hefur vant-
að lag og leikni, og ekki lagt orðið nógu
hiklaust og djarfmannlega fram fyrir hin
ungu hjörtu.
Margt hefur á hinum undanförnu árum
verið gefið t.il menningar og almennrar
fræðslu, söngur og hljóðfærasláttur, fyrir-
lestrar og erindi um ýms fræðandi efni, upp
lestur úrvals bókmenntarita. Rit sem ávalt
hafa vakið athygli og aðsókn eru m. a. Mac-
beth, Lear konungr.Manfred, og ýmsar merki-
legar sögur; Junglebókin eptir Kipling, t. d.
— Lika opt ýmislegt úr Eddunum og íslend-
ingasögum og menn kvaddir til að lesa þær.
Frá U-I) eru líka sprottnar ýmsar greinar
fjelagsins t. d. Fótboltastarfið, sem fyrst átti
upptök sín í U-D.
Stundum hefur verið mikið aðstreymi ung-
linga til U-D, en stundum líka fáskipaðir
fundir. Hjer eins og annarsstaðar gengur hin
ytri aðsókn í bylgjum. En frá öllum árum
eru allt af einhverjir, sem lofa Guð fyrir
veru sína í U-D.
Vjer vonum að & þessu tuttugasta ári deild-
arinnar, muni margir af meðlimum hennar
færast í aukana til þess að veglegt geti orð-
ið næsta afmæli 1928. Hugsi allir deildar-
menn eptir því.
U-D er nú.á sunnudagsfundum sínum að
byrja á þátttöku sinni i alþjóðastarfi K. F.
U. M., að kynna sjer líf Jesú með biblíu-
lestrum eptir þeirri niðurröðun, sem færustu
menn fjelagsins frá mörgum löndum hafa
samið og samþykt var á síðasta stjórnar-
fundi Alþjóðanefndarinnar í Généve í sumar.
Brjef mjög vinsamlegt hefur U-D hjer
fengið frá U-D í K. F. U. M. í Banská By-
strica i Czechoslovakíu, og vilja unglingar
þar fúsir kynnast Islandi og íslenzku þjóð-
inni. Hafa einstakir piltar þar óskað eptir
brjefasambandi við pilta hjer. Eru utn 14
piltar hjer og í U-D í Hafnarfirði komnir í
það samband. Einnig hefur U-D sem lieild
sent þeim þar brjef sameiginlegt frá deild-
inni. Bærinn Banská Bystrica er dálítill bær
í Slovakíu. í brjefi U D þar stendur þetta
meðal annars:
„Sá hluti lands vors, sem vjer eigum heirna
í, er umkringdur af háum fjöllum, með djúp-
um dölum, og renna strangar og stríðar ár
eptir þeim. Slovakía var mjög lengi án sjálf-
stæðis. í nær því 1000 ár vorum vjer ófrjáls-
ir. En eptir heimsstríðið höfum vjer fengið
sjálfstæði vort og ásamt bræðrum vorum
Czechunum höfum vjer myndað vort nýja
ríki, Czechoslovakíu.......K. F. U. M. starf-
ar í landi voru í 12 bæjum og sýnist að
eiga góða framtíð í vændum. — — Vjer
höfum hjer mikinn áhuga á að kynnast lif-
inu á landi yðar. I skólanum höfum vjer