Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Side 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
5
LlTLl LÁVARÐURINN
EPTIR
F. H. BURNETT
11. kap.
Áhyggjumál í Ameríku.
Eptir burtför Sedriks til Englands til að
verða Fauntleroy lávarður fannst hr. Hobbs
orðið tómlegt í kringum sig. Þegar hann
hafði áttað sig á því að sjálft Atlantshafið
lægi milli sín og litla vinar síng, er hafði
stytt honum svo margar stundir, greip hann
opt söknuður og hálfgert óyndi. Því var svo
varið að hr. Ilobbs var ekki miklum gáfum
gæddur, og alls ekki mannblendinn; hann var
fremur dauflyndur og einrænn og átti fáa
kunningja. Hann hafði ekki nóg sálarfjör til
þess að finna upp á einhverju sjer til afþrey-
ingar, enda gjörði hann sjer aldrei neitt til
skemmtunar, nema að lesa blöðin og leggja
saman dálkana í verzlunarbókum sínum.
Það var nú heldur ekki allt af auðgjört fyrir
hann, því hann var ekkert reikningshöfuð,
og tók því reikningsfærsla hans opt langan
tíma. Sedrik litli, sem var allleikinn í sam-
lagningu bæði á fingrum sér og á spjaldi með
grifflinum, hafði og stundum hjálpað honum
talsvert; þar að auki var hann svo góður
áheyrandi og hafði lifandi áhuga á því, sem
hr. Ilobbs sagði honum úr blöðunum, og
höfðu þeir opt haft heillangar samræður um
landsins gagn og nauðsynjar; var því ekki
að undra þótt hr. Hobbs fyndist ærið autt í
búðinni eptir burtför drengsins. í fyrstunni
gjörði hann sjer ekki glögga grein fyrir því
að Sedrik væri í raun og veru svo fjarri, og
gæti verið að hann kæmi aptur áður en nokk-
urn grunaði; var eins og hann hálf byggist
við að sjá Sedrik koma inn í búðardyrnar og
standa þar í hvítu fötunum sínum og rauðu
sokkunum, með stráhattinn aptur á hnakka
og segja glaðlega: „Sælir hr. Hobbs! Heitt
veður í dag; finnst þjer ekki?“ En eptir því
sem dagamir liðu án þess að þetta kæmi
fyrir, óx söknuður hans og eirðarleysi. Hon-
um fannst heldur ekki eins gaman að blöð-
unum og áður. Opt lagði hann blaðið niður
í kjöltu sína eptir að hafa lesið í því um
stund og sat svorog einblíndi á háa stólinn
langan tíma. Það voru viss för á hinum löngu
stólfótum, sem minntu hann á liðna daga.
Það voru för eptir hælana á næsta jarlinum
á Dorincourt, þegar hann hafði setið og barið
fótastokkinn, meðan hann var að tala. Það
ei svo að sjá að ung jarlsefni hafi til að
berja hælunum í það sem þeir sitja á alveg
eins og önnur ungviði; göfugt blóð og tignir
ættbogar megna ekki að afstýra því. Eptir
að hafa horft á för þessi um stund, var hr.
Hobbs vanur að taka gullúrið upp úr vasa
sínum og virða fyrir sjer áletrunina: „Til hr.
Hobbs, frá elzta vini hans, Fauntleroy lá-
varði. Er þetta þú sjer — mundu’ eptir
mjer“. Og er hann svo hafði horft á það
um hríð, var hann vanur að loka úrinu, svo
að small í, og standa svo upp og fara út í
búðardyrnar og horfa út á strætið. Á kvöld-
iii eptir lokunartíma, kveikti hann stundum
í pípu sinni og gekk hægt eptir götunni,
þangað til hann kom að húsinu, þar sem
Sedrik hafði átt heima; á því stóð lengi
auglýsingarspjald: „Hús til leigu“. — Stóð
hann þar lítið eitt við og reykti í ákafa og
gekk heim aptur í daufu skapi.
Svona liðu tvær eða þrjár vikur. Þá datt
honum nýtt ráð í hug. Hann var aldrei snar-
ráður og þurfti langan tíma til að átta sig
á nýjum ráðum, enda var honum illa við
ráðabrigði. En samt sem áður var þetta
nýja ráð að brjótast um í heila hans, og er
hann hafði ígrundað það nægilega lengi, og
reykt mjög margar pípur yfir því, ásetti
hann sjer að framkvæma það. Þetta nýja
ráð var það að heimsækja Dikk. Sedrik
hafði sagt honum mikið um hann og hafði
honum nú dottið í hug að sjer mundi verða
fróun í að tala við hann.
Svo einn góðan veðurdag, þegar Dikk var
í óða önn að bursta skó einhvers viðskipta-
vinar, kom þangað lágur, gildvaxinn maður,
bulduleitur og sköllóttur, og nam staðar á