Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1936, Qupperneq 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
11
samkomum, 02; hafa þær orðið mörgum til
vakningar og' endurnýjunar í lífi og starfi.
ekki sízt meðal hinna yngri meðlima beggja
fjelaganna.
Þeir, sem þessu em andvígir virðast ekki
hafa skilið það, að fjelögin eru til oi'ðin fyrir
ungmennin, en ungmennin ekki fyrir fjelög-
in, og verða fjelögin því ávallt að vaka yfir
þ' í, hverjar starfsaðferðir sjeu heillavænleg-
astar á hverjum tíma, til þess að ná þeim
tökum á æskunni, er veki hiana tii meðvit-
undar u,m andjega afstöðu sína til frelsara
vors Jesú Krists, því að það er og á ávallt að
vera aðalatriöið í starfi fjelaganna. Stofn-
anda og leiðtoga kristilegu, æskulýðshreyfing-
arinnar hjer á landi, hefur ávallt verið þetta
vel ljóst, og hann hefur j>ví miðað starf siít
við ]>að, að leiða hina ungu inn í samfjelagið
við frel,sa,rann. Guð h.efur þá líka blessað starf
hans ríki-lega og látið hann verða þeirrar
náðar aðnjótaiidi að sjá mikinn og blessun-
an'íkan árangur af því, bæði fyrr og síðav,
og nú síðast í }>essu vaknanda lífi, sem varö
í fjelögunum í haust og vetur. Þeir, sem
fylgdust með alþjóðabænaviku, fjelaga vorra
síðastliðið haust, munu minnast þess að yfir-
skript hennar var: »Er-inclrekar Krists«, og
að aðal-bænaefnið var að biðja um hæfa
erindreka. Síj'a Friðrik, lagði þá fyrir oss
öll að bæta sunnudeginum 17. nóv. við bæna-
vikuna sem sjerstökum fyrirbænardegi fyrir
þjóð vori'i og- fyrir því, að vjer, sem sjerstak-
lega höfum verið útvalin til að starfa að út-
breiðslu. Guðs ríkis meðal hennar, mættu.m
verða hæf til þess. Þetta gjörðum vjer og
Gr-ð sendi oss bænheyrsluna, svo að segja
samstundis. Ættum vjer þá ekki að vei'a glöð
og þakklát? Jú sannarlega ættum vjer að
vera glöð, og lofa Guð og l>akka honcm fyrir
að hann vill nota oss í J>jónustu sína.
En nýbreytni sú, sem tekin var upp í
starfsaðferðinni, er Jjauðsynleg og eðlileg af-
leiðing af breyttum tímum og viðhorfum
æskulýðsins. Hafa leiðtogar kristilegu, æsku-
lýðshgeyfingai'innar meðal frændþjóða vori'a
á Norðurlöndum komið auga á þetta löngu
á undan oss. Þeir hafa komist að rau,n um
að æskulýður nútímans er orðinn leiður á
skemmtifundum, upplestrum, fyrirlestrum 0.
þ. u. 1. Ungmennin eru að verða yfirmett á
því í skólunum, sem þau hafa gengið í frá
bernsku. Þau vilja því fá eitthvað annað, þeg-
ar j>au koma á fundi eða samkomur í kristi-
legum fjelagsskap i;,ngra manna og kvenna,
og þeim skilst aö sá félagsskapur er ekki fyrst
og fremst orðinn til til þess að svala skemrnt-
anaþrá eða fróðleikslöngun æskunnar, held-
ur til að fullnægja innstu og dýpstu þrá sál-
arinnar eptir þekkingunni á Guði og sam-
fjelaginu við hann; en |>á fræðslu skortir ein-
mitt svo mjög í mörgum eða jafnvel flest-
um skólum nútímans. Og æska nútímans
gjörir sig ekki ánægða með neitt h.álfkák í
þessum efnurn, ef hún á annað boi'ð leitar
)>angað, sem Guðs orð er boðað. Hún vill ekki
annað fremu.r en kröptugan, ákveðirin og pér-
sónulegan boðskap, boðskapinn frá orði
Guðs í heilíig'i'i Ritningu, um synd, og náð,
og frelsi sálarinnar fyrii' fórnardauða Je,sú
Krists á krossinum á Golgata. I þeim beðskap
og honu.m einum, finnur sál æskumannsins
þrá sinni, eptir samfjelaginu við Guð, full-
næg-t, og þegar svo er komið, þá er vitnis-
burðurinn um fengið frelsi, frið og gleði, eðli-
leg og óhjákvæmileg, afleiðing. Að þessu. sje
þannig varið einnig hjer, sannar betur en
allt annað, hve sámkomurnar í hau,st og vet-
ur, voru vel sóttar, mest megnis af ungu
fólki; og gleði þeirra, sem eignast höfðu frið-
inn og frelsisfullvissu,na, kom ]>aj' mjög greini-
lega fram, bæði í glöðum söng og vitnis-
burðum.
Að þessu sje þannig, farið meðal frændj>jóða
vorra, sanna ummæli þau, er jeg leyfi mjer
hjej1 með að tilfæra eptir tveim nafnkunn-
um æskulýðsleiðtogmn í Noregi og Danmörku:
Niels Seim, framkvæmdastjóri í Osló
0stre K. F. U. M., segir svo frá í dagblað-
inu »Dagen« í Bergen nýlega:
»Fjelag okkar var stofnað fyrir l>rem ár-